8.11.2008
Austurvöllur 8. nóvember 2008
Allt frá barnæsku hef ég haft skoðanir á flestum hlutum. Snemma tók ég afstöðu til stjórnmála og skoðun á fótbolta hefur fylgt mér alla tíð. Ég hef hins vegar ekki verið mikill mótmælandi. Mig minnir að ég hafi þrammað einu sinni niður Laugaveg 1. maí og einhverju sinni mætti ég á Arnarhól til að mótmæla einhverju sem ég man ekki lengur hvað var.
En það eru breyttir tímar. Ísland stendur á tímamótum og í fyrsta sinn í sögunni lítur út fyrir að okkar framsækna og harðduglega þjóð þurfi að bakka mörg skref aftur í tímann til þess að komast út úr þeim þrengingum sem nú steðja að. Þessi staðreynd dró mig á fund í Iðnó í dag og síðar á mótmælafund á Austurvöll. Fundurinn í Iðnó var málefnalegur og góður þó ekki tækist stjórnmálamönnunum að klóra sig út úr þeim spurningum sem til þeirra var beint og sannast sagna var ég ekki ánægð með neinn þeirra sem sátu fyrir svörum. Frummælendur voru hins vegar hver öðrum betri og margt til í því sem þeir sögðu, þó ég sé ekki sammála öllu því sem þar kom fram.
Á Austurvelli var fjöldi fólks, að minnsta kosti 500 manns (svo maður haldi sig við áður uppgefnar tölur fjölmiðlanna). Þar voru fluttar ræður og mannfjöldinn ýmist klappaði eða púaði ... allt eftir þeirri stemmingu sem ræðumenn buðu uppá. Þeir sem voru samankomnir á Austurvelli áttu það eitt sameiginlegt að vera reiðir. Íslendingar eru orðnir reiðir, það er skiljanlegt og sjálfsagt. Íslendingar eiga að vera duglegir að koma saman og mótmæla, við eigum að láta stjórnmálamennina, bankamennina og útrásarvíkingana vita að okkur standi ekki á sama. Við munum ekki sitja lengur prúð, hlusta og samþykkja þegar þjóðin er skuldsett með tölum sem enginn kann að nefna. Fundir eins og sá á Austurvelli í dag og undanfarna laugardaga eru kjörin leið til þess að láta í okkur heyrast.
Hitt er svo annað mál að ég get ekki með nokkru móti samþykkt ofbeldi í mótmælum, hvaða nafni sem það nefnist. Eggjakast í Alþingishúsið flokkast að mínu mati undir ofbeldi. Slíkt mun ég aldrei samþykkja. Til hvers að láta reiði sína bitna á dauðum hlutum? Hver græðir á því? Menn verða að finna reiði sinni útrás og ef þátttaka í mótmælum á Austurvelli og í umræðum í Iðnó er ekki nóg þá verða menn að finna aðra leið til að losna við reiðina. Spaugstofan kom þó með ansi fína hugmynd í kvöld. Ekki láta reiðina bitna á húsum, bílum, reiðhjólum eða barnavögnum.
Það er í lagi að vera reið, en sýnum stillingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2008 kl. 22:16 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
REIÐI,kraumar í mér,8.nov vekur upp óhugnað,Ingo þessum degi er ekki hægt að gleyma í minni stórfjölskildu.Þennan dag hvarf elskulegur vinur og bróðir tengdadóttur minnar Einar Örn Birgis,minningin um leitina vonina,horfandi upp á falskan morðingjan,kyssa móðurina og biðja með okkur í kirkju. Þú þurrkar þetta út ef það má ekki vera hér. Kveð.
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:42
Helga mín, þú mátt vera reið og þú mátt finna reiði þinni útrás hér. Ég man vel eftir þessum degi og því sem fylgdi í kjölfarið. Guð blessi minningu Einars Arnar.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 00:02
Hvernig í ósköpunum geturðu flokkað eggjakast sem ofbeldi?! Þú spyrð hvers vegna fólk eigi að láta reiði sína bitna á dauðum hlutum. Hvernig geta dauðir hlutir liðið ofbeldi. Það verður fyrst ofbeldi þegar eggjunum verður kastað í smettið á ráðamönnum á gapastokkum á austurvelli!
Sindri (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:51
Maður vonar innilega að menn fari í það minnsta ekki að beita líkamlegu ofbeldi, það má bara ekki gerast og mig langar ekki að sjá átök eins og við Rauðavatn í margfeldi, hætt við flæstir nema þeir alhörðustu þori að mótmæla með mætingu eftir það, hópslagsmál við lögreglu og götuvígi á samt ekki vera virkileg hætta ef þetta lið bara drullast frá og það fljótt. Þolinmæðin er greinilega á lágmarki fyrir dansandi strengjabrúðum sem hafa lítilvirt Alþingi innan frá og leyft stoðum þess að fúna á mun afdrifaríkari hátt en nokkurt egg eða tómatur getur nokkurntíman megnað, feginn að þetta var ekki grjót.
Meirihluti mótmælenda af eldri kynslóðum var spakur en þungbúinn, þeir yngri eru gjarnir á að vera róttækari og sjást ekki alltaf fyrir.
Ekki gott að gefa lögreglunni tilefni til að vera mætt með óeirðasveitina næsta Laugardag og varaliðið sennilega til taks,held að gæti skorist illilega í brýnu ef þeir gera það eða ætla reyna á einhvern hátt að leysa mótmælin upp vegna ógnandi framkomu og skemmdarverka fárra. Margt reitt fólk samankomið og vígalegir lögreglumönnum í röðum með skildi er ansi eldfimt ástand.
Georg P Sveinbjörnsson, 9.11.2008 kl. 02:09
Það voru sennilega milli 4-5000 manns þarna!
Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 13:43
Sæll Sindri, ofbeldi er afstætt hugtak. Það getur verið ákaflega mismunandi bæði andlegt og líkamlegt. Segja má að ég skilgreini ofbeldi sem verknað, sýnilegan eða ósýnilegan, sem framinn er með illum/reiðum hug gegn annarri persónu eða eigum hennar. Þar með flokkast eggjakast í Alþingishúsið sem ofbeldi. Þætti þér það ekki ofbeldi gegn þér og þínum ef húsið þitt eða bíllinn, skólataskan eða skórnir væru ataðar eggjum?
Georg, þakka þér fyrir gott innlegg, sérstaklega tek ég undir orð þín um að það verði að gæta þess að gefa lögreglunni ekki tilefni til að mæta með óeirðasveitina á Austurvöll næsta laugardag.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 14:03
Sæll Ævar, auðvitað voru margfallt fleiri en 500 á Austurvelli. Þetta var fjölmiðlaháð hjá mér.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 14:04
Sæl Ingó, flott að þú komst niður á Austurvöll og vona þú komir aftur um næstu helgi. Ég hef sjálfur mætt alla daganna og held því áfram. Sakna þess að hafa ekki séð félaga þarna hingað til. Held að þeir hafi ekki verið nema örfáir.
Varðandi eggjakastið og mótmæli við alþingishúsið er ég á annarri skoðun. Fylgdizt með þeim álengdar eftir fundinn, en ég er ekki tilbúinn að standa hjá og horfa á þegar/ef óeirðalöggan mætir á svæðið til að berja á unga fólkinu okkar.
Það er engin tilviljun að björn tilkynnti um ráðningu 250 nýrra lögreglumanna sem eiga að vera tiltækir þegar kallið kemur.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 14:33
Steini, þú misskilur mig alveg. Ég myndi sannarlega ekki standa þegjandi hjá ef óeirðalöggan kæmi til að berja á unga fólkinu. Það sem ég er að benda á er að ég vil koma í veg fyrir það að óeirðalöggan þurfi að blanda sér í málin. Það segir sig sjálft, að sá sem klifrar uppá þak Alþingishússins og dregur þar Bónusfána að húni má eiga von á því að fá móttökur frá lögreglunni þegar hann kemur niður aftur.
Mín skoðun er að það þurfi að koma í veg fyrir að mótmælin breytist úr friðsömum mótmælum yfir í mótmæli þar sem mótmælendum lendir saman við lögregluna og að skemmdir verði á eignum fólks eða ríkisins og jafnvel að líkamstjón verði á fólki. Það þarf því að stoppa eggjakastið í fæðingu. Beinum reiði okkar í annan farveg, hitt getur aldrei leitt neitt gott af sér.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 14:51
við erum sammála um að löggunni frá. annars hef ég alltaf taugar til anarkisma og fannst fánagjörningurinn snilld.
Annars þarf flokkurinn okkar að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. skil t.d ekki að eftirlaunafrumvarpið hræðilega komizt ekki á dagskrá. ég vil nöfnin á þeim opinber sem standa gegn afnáminu og þeir svari fyrir það í næstu kosningum sem verði vonandi ekki seinna en í feb.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:01
Ég hef einmitt verið að hugsa þetta með flokkinn okkar. Sjá athugasemd mína við bloggið hjá Hreini Hreins. Leiðin út úr þessum vanda okkar er hins vegar ekki ein og hún er alls ekki greið. Hún er mikið heldur bæði grýtt og torræð og það er ekki hægt að setja inn punkt í tugþúsundir gps-tækja landsmanna til að vita hvert halda skal. Þangað til bera fæst orð minnsta ábyrgð. Ábyrgð er hins vegar það sem ég er að hugsa um núna og mun sjálfsagt setja á prent áður en langt um líður.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 15:13
Ég vona bara að fólksfjöldinn sem mætir á Austurvöll tvöfaldist næsta laugardag, og ríkisstjórnin fari að hlusta á fólkið í landinu. - Auðvitað verða kosningar fljótlega svona apríl-maí.
Og kannski fyrr ef þeir gera ekki nýjan stjórnarsáttmála í þessari viku.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.