Leita í fréttum mbl.is

Horfum til himins

Veidifelagid 2008 039Í því ástandi sem nú er uppi á Íslandi getur verið gott að horfa til himins. Það gerði ég nú um helgina þegar ég fór ásamt meðlimum Veiðifélagsins í árshátíðarferð austur í sveitir. Aðfararnótt sunnudags gistum við á Hellishólum, einum af þeim fjölmörgu glæsilegu ferðaþjónustustöðum sem hafa orðið til á undanförnum árum. Á Hellishólum hafa verið byggðir nokkrir litlir og notalegir sumarbústaðir þar sem unnt er að láta líða úr sér borgarstressið og það er alls ekki nauðsynlegt að opna fyrir útvarp eða sjónvarp. Þetta þýðir að efnahagsástandið var fjarri okkur um helgina og við nutum þess einfaldlega að vera í góðum og skemmtilegum félagsskap.

Undir miðnætti á sunnudag fór ég út í nóttina og þvílík dýrð sem blasti við. Hellishólar eru fjarri ljósmengun borgarinnar og himinskrautið var hreint magnað. Milljónir stjarna blöstu við og allt í einu var ekkert mál að sjá öll stjörnumerkin sem maður þykist kunna. Stjörnuþokur voru nokkrar og gott ef ekki var hægt að sjá heilu vetrarbrautina blasa við. Þetta var algjörlega mögnuð sjón.

Ég er klár á að ég mun fara aftur út úr borgarmörkin í vetur þegar vel viðrar og horfa til himins, það er hreinsandi bæði fyrir hug og hjarta og ekki veitir af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já!þetta kannast ég vel við,er ekki auðurinn þarna. Hvar eru Hellishólar?

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2008 kl. 02:40

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Helga,

Hellishólar eru í Fljótshlíðinni, þaðan sem Gunnar neitaði að fara forðum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.10.2008 kl. 08:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aha! Tökum Gunnar okkur til fyrirmyndar. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband