21.10.2008
Afgreiðslan má ekki dragast lengur
Í gær lýsti ég þeirri skoðun minni að þolinmæði mín væri ekki endalaus. Endir þolinmæðinnar nálgaðist óþægilega mikið í morgun þegar forsíður dagblaðanna í eigu Árvakurs blöstu við. Seðlabankinn á leið í gjaldþrot ef ekki tekst að fá meiri og betri tryggingar fyrir 350 milljarða króna útistandandi skuldum. Ég hef í morgun spurt mig að því af hverju bankinn fór ekki fram á þessar tryggingar miklu, miklu fyrr. Hafa herrarnir í svarta kassanum við Kalkofnsveg ekki gert neitt annað en að naga blýanta, eins og lýst var fyrir margt löngu?
Hin vaxandi bræði mín leitar ótt og títt til forsætisráðherra Íslands mörg undanfarin ár og núverandi seðlabankastjóra. Um það ætti enginn að velkjast í vafa um. Bræði mín beinist líka að stjórnmálaflokki sem nú fer undan í flæmingi og ber við minnisleysi líku því sem fyrrverandi formaður flokksins nýtti sér svo vel fyrir nokkrum árum. Miðað við baksíðufrétt á öðru Árvakurs-blaðinu í dag þá virðast þingmenn flokksins líka vera farnir að huga að landflótta því a.m.k. einn þeirra æfir nú sjósund af miklu kappi. Reyndar fer sá þingmaður og fyrrum ráðherra ekki sérlega leynt með þessar æfingar sínar því maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvernig Árvakurs-blaðinu tókst að vera í Nauthólsvík akkúrat þegar þingmaðurinn kom að landi. Eina skýringin er sú að þingmaðurinn hafi sjálfur hringt í Árvakur til að tilkynna um sundæfinguna. Það er gott að vita að þingmaðurinn hafi stöðugan og óþreytandi áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri á þeim tímum sem nú eru uppi. Ég minnist þess a.m.k. ekki að þingmaðurinn hafi tjáð sig með einu einasta orði um efnahagsástandið og sína ábyrgð á því.
Umleitanir um lán frá IMF hafa tekið óralangan tíma, alltof langan að mínu viti, það hlýtur a.m.k. að liggja fyrir hvort sjóðurinn ætli að lána okkur pening eða ekki. Ef ekki þá væri bara fínt að fá að vita það strax svo við Íslendingar getum búið okkur undir harðan og langan vetur. Góðu fréttir dagsins voru af síldveiði í Breiðafirði og sigri Arsenal í meistaradeildinni. Sem viðbrögð við kreppunni hef ég tekið ákvörðun um að ljúka áskriftartíma mínum hjá Stöð2Sport og ég reyni að nýta hverja mínútu sem gefst til að ofskammta mér íþróttir áður en áskriftin rennur út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Sæl. Ingibjörg. +
Gleymdu því ekki að stjórn og stjórnendur Seðlabankans sitja í embættum sínum með fulltingi þíns flokks. Samfylkingin ætlar að feta algjörlega í fótspor Framsóknarfl. og láta nota sig sem hækju af íhaldinu.
haraldurhar, 21.10.2008 kl. 23:30
Ætli óvænt gjaldþrota staða Seðlabankans hafi ekki sett strik í IMF-reikninginn. Það munar um það ef seðlabankinn er að tapa 350 milljörðum án þess að hafa vitað af því fyrr en sérfræðingar IMF bentu bankanum á það ef marka má frétt Fréttablaðsins. Og bankinn á fyrir aðeins eigið fé uppá 91 milljarð.
Fjárlög alls íslenska ríkisins eru uppá 500 milljarða eins og þau liggja nú fyrir þinginu svo 350 milljarðar ofaná allt annað er peningur sem munar um.
Helgi Jóhann Hauksson, 22.10.2008 kl. 04:55
Grunnskýringin á öllum þessum vanda er ofur-einföld. Það eru of margir búnir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn of oft. Flóknara er það nú ekki.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 05:29
Sagði einnig upp Stöð 2 sport og Mogganum :-)
Kannski verður þetta bráðum eins og í " den " fáum enska boltann á RUV viku eftir að leik lauk :-)
Á báðum stöðum spurður hver væri ástæðan :-) !
Spurði á móti hvort viðkomandi hefði verið að koma úr langri utanlandsferð þ.s. ekkert samband hefði verið við umheiminn.
Kristján Þór Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 21:02
Góður Krissi! Moggann get ég lesið í vinnunni, Stöð 2 heillar mig ekki og hefur aldrei gert, svo er stutt út á næsta bar til að horfa á enska þegar svo ber undir. Auk þess eru náttúrulega útsendingar í tengslum við tippið okkar í Smáranum. Frábært að eyða 90 mínútum í góðum félagsskap.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.10.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.