Leita í fréttum mbl.is

Ástandið

Ætli setningin „að vera komin í ástandið“ fái ekki nýja merkingu í fyllingu tímans. Eins og þeir sem komnir eru fram yfir miðjan aldur og þeir sem lesið hafa sér til um tíma síðari heimsstyrjaldar á Íslandi þá voru þeir sem unnu fyrir erlenda heri á Íslandi, breska eða bandaríska, komnir í ástandið en ef orðatiltækið var haft um konur þá var það í nokkuð annarri merkingu. Ég tel víst að í fyllingu tímans muni þeir sem lenda hvað verst út úr þeim tímum sem nú eru uppi taldir hafa lent í ástandinu.

Persónulega þá tel ég íslenska stjórnmálamenn, sér í lagi ráðherrana okkar, ekki vera í öfundsverðum sporum nú um stundir. Mest hefur greinilega mætt á forsætisráðherra og viðskiptaráðherra sem nú róa að því öllum árum að minnka þann skaða sem íslenska þjóðarbúið mun klárlega verða fyrir. Daglega í þessari viku hefur maður sest niður fyrir framan sjónvarpið og fylgst með blaðamannafundum þeirra félaga Geirs og Björgvins og ég hef dáðst að því hversu vel þeir standa sig báðir við aðstæður sem borið margan manninn ofurliði. Yfirleitt hafa fjölmiðlamenn hagað sér skikkanlega á fundum og spurt vitrænna spurninga en í dag var það ekki alltaf uppi á teningnum.

Einn blaðamaður spurði um jafnréttissjónarmið í kreppunni!! Veistu ég gef ekki rassgat fyrir jafnréttissjónarmið í þeirri stöðu sem nú er uppi og er þetta sagt í fullri virðingu fyrir konum og körlum. Þeir sem gefa sig í starfið, veljast í það eða eru til þess beðnir eru vel þegnir að mínu mati, skiptir þá engu hvort þeir séu kvenkyns, karlkyns eða hvorukyns. Spurningin var fáránleg og vakti hjá mér vott af reiði. Einnig verð ég að segja að þó uppi séu hvatningar um að bankastjórar Seðlabankans eigi að segja af sér, og ég get sannarlega tekið undir þá skoðun, þá finnst mér fáránlegt að spyrja um það á blaðamannafundi eins og þeim sem haldinn var í dag. Tími Davíðs Oddssonar og félaga hans, blýantsnagaranna á Kalkofnsveginum, er liðinn og það er hverjum ljóst að þeir munu yfirgefa svarta húsið fyrr en þá óraði fyrir.

Því fyrr sem Davíð og co yfirgefa Seðlabankann er þeim mun betra fyrir íslenska þjóðarbúið en menn skulu ekki halda að Geir og Björgvin gefi út þær yfirlýsingar á blaðamannafundi, ég gæti hins vegar trúað því að FME taki yfir stjórn Seðlabankans í nótt, það væri þá í takti við fyrri nætur þessarar viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl mikið er ég leið á árásunum á Davíð,hvað hefur maðurinn gert? Ég er tilbúin að segja það sama um þín flokks-systkin,fengju þau viðlíka meðferð. Er bara ekki að koma auga á sökina.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir vísuna,hún er mjög góð ekki fara í fýlu við mig,vil að allir séu vinir á svona tímum (auðvitað alltaf ) J.K: er ekki í vinnu lengur ,hún og apparatið sem hún vann hjá var gleypt með húð og hári. Það er allt fullt af hagfræðingum svo einhverjir lenda í sjoppuvinnu. Velkomin knús.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helga, mér dettur ekki í hug að fara í fýlu út í þig. Alls ekki. Þú veist það jafnvel og ég að lífið yrði ekki skemmtilegt ef allir væru sammála öllum stundum. Vinir sem fjandvinir. Ég stend engu að síður við það sem ég hef sagt um Davíð, hans tími er liðinn og þó fyrr hefði verið. Ég geri mér líka grein fyrir því að hann fer ekki svo glatt úr bankanum, ja nema FME taki Seðlabankann yfir í nótt eins og ég bendi á. Hvur veit?

Skilaðu kveðju til Jollu frá mér, meira fratið að vera gleyptur með húð og hári.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.10.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband