Leita í fréttum mbl.is

Viðurkenningar umhverfisráðs

Umhverfisráð Kópavogs hefur veitt viðurkenningar fyrir fallega garða, snyrtilegt umhverfi og endurbætur á eldra húsnæði. Tvennt í viðurkenningunum vekur athygli mína. Annars vegar viðurkenning sem íbúar Hólmaþings 10 hlutu vegna glæsilegs frágangs húss og lóðar á nýbygginarsvæði en þau hlaut gamall nágranni minn og vinur af Álfhólsveginum, Ólafur Sigtryggsson og hans kona. Undanfarin misseri hef ég fylgst vandlega með uppbyggingu húss þeirra í Hólmaþingi og verð að segja að niðurstaðan er hreint frábær. Óska ég þeim, sem og öðrum viðurkenningarhöfum innilega til hamingju með heiðurinn.

Hitt sem vakti athygli mína er sú niðurstaða umhverfisráðs að veita viðurkenningu fyrir hönnun íþróttamannvirkis, sem er stúkan við Kópavogsvöll. Ég er svo sem ekki að setja út á það að verðlauna þetta glæsilega mannvirki, en ég minnist þess ekki að umhverfisráð hafi áður veitt viðurkenningu fyrir hönnun íþróttamannvirkis. Auk þess sé ég það fyrir mér þegar afhendingin fór fram þar sem bæjarstjóri afhentir formanni bæjarráðs viðurkenninguna en auk þess að vera formaður bæjarráðs er sá hinn sami vallarstjóri Kópavogsvallar og undirmaður Gunnars í stjórnkerfi bæjarins. Alveg sé ég þá fyrir mér félagana fallast í faðma og knúsa hvorn annan með formann umhverfisráðs á milli sín. Svo sætt Kissing!!!

Viðurkenningar umhverfisráðs fyrir árið 2008 eru:

Gata ársins - Ísalind 1–8
Framlag til umhverfismála - JB Byggingafélag, opið svæði við Grandahvarf
Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæði - Hólmaþing 10
Hönnun fjölbýlishúss - Tröllakór 12–16
Hönnun íþróttamannvirkis - Stúkan við Kópavogsvöll
Endurgerð húsnæðis - Fífuhvammur 39


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allir Ólar eru bestir í dag ef þeir hafa gott bakland,gleðst yfir verðlaunum Óla Sigtryggs og fjölskyldu.     Varðandi stúkuna var ekki horft til þess fríða hóps sem hana fylla.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband