17.8.2008
Danskir dagar
Um helgina skrapp ég vestur í Stykkishólm og tók þátt í dönskum dögum. Talsverðar fréttir hafa verið frá hátíðinni og flestar þeirra hafa verið neikvæðar. Er það miður, því mín upplifun af hátíðinni er sú að þar hafi flest farið vel fram og skv. því sem ég átti von á.
Það verður þó ekki framhjá því litið að nokkur unglingadrykkja var á svæðinu, heldur meiri en hún hefur verið þau tvö skipti sem ég hef áður sótt hátíðina. Ástæðan er bæði sú sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar benti á, þ.e. að hátíðin væri ekki um sömu helgi og menningarnótt, og hitt að skólar hefjast nú fyrr en þeir gerðu þegar ég sótti hátíðina síðast heim og e.t.v. voru unglingarnir að nota þessa síðustu helgi fyrir vetrarannir til að skvetta úr klaufunum.
Mér þótti ákaflega miður að verða vitni að þessari unglingadrykkju, en þó verður að segjast eins og er að hinir fullorðnu voru ekki endilega betri en unglingarnir hvað það varðar. Það breytti þó ekki því að ég skemmti mér vel, bæði á föstudag og laugardag og var stórglæsileg flugeldasýningin frá Súgandisey hátindur hátíðahaldanna.
Það er virkilega skemmtilegt að fylgjast með því hvað sveitarfélög um land allt leggja mikinn metnað í hátíðir sem þessa. Reyndar væri það fróðlegt að taka það saman hvaða sveitarfélög efna til bæjarhátíða yfir sumartímann. Þær eru örugglega fleiri en maður heldur.
Hólmurum þakka ég fyrir helgina og hlýjar móttökur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Kíkti inn hjá þér,er að bíða eftir handboltanum,þó ég eigi að mæta kl. 8,30 í fyrramálið. kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2008 kl. 00:37
Það er nefnilega það að afþví læra börnin að fyrir þeim er haft.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.8.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.