Grein eftir Þórarinn H. Ævarsson
sem hann ritaði í Morgunblaðið 2. ágúst 2008
ENN og aftur eru uppi harðar deilur milli íbúasamtakanna Betri byggðar á Kársnesi (BBK) og Kópavogsbæjar vegna hugmynda þess síðarnefnda um framtíðarskipulag vestast á Kársnesi. Yfirstandandi deila er í raun tvískipt, því annarsvegar er deilt um skipulagið sem slíkt og hinsvegar er deilt um það hvort samráð sem samtökunum hafði verið lofað hafi í raun og veru átt sér stað.
Ef við rifjum aðeins upp söguna þá féll bæjarstjórn frá skipulagstillögum sem lagðar voru fram á síðasta sumri í kjölfar kröftugra mótmæla íbúa. Í kjölfar þessarar ákvörðunar var það gefið út að unnið yrði að nýju skipulagi að hverfinu í náinni samvinnu við hagsmunaaðila og þá sérílagi samtökin BBK.
Nú eru komnar fram nýjar tillögur og skilur Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs ekkert í óánægju bæjarbúa og forsvarsmanna BBK með hugmyndirnar, enda hafi þær verið unnar í samráði við samtökin og að hann hafi fundargerðir frá fjölmörgum samráðsfundum, því til staðfestingar. Það er ekkert nýtt að Gunnar standi í hártogunum við viðdeilendur sína og beri fyrir sig ósannindi í málflutningi sínum, enda virðist tilgangurinn ávallt helga meðalið hjá Gunnari, sama hversu lágt sem hann þarf að leggjast. Greinarhöfundur er varaformaður samtakanna BBK og hefur sem slíkur setið þá fundi sem samtökin hafa verið boðuð á. Fundirnir hafa alls verið þrír og hafa þeir að mestu verið kynning bæjaryfirvalda á hugmyndum sem virðast hafa verið fullmótaðar þegar samtökunum var boðið að borðinu. Birgir Sigurðsson nýráðinn sviðstjóri skipulags og umhverfissviðs stýrði þessum fundum af röggsemi og verður að segjast að hann er talsvert áferðarfegurri og þægilegri í viðmóti en yfirmaður hans.
Það kom því miður berlega í ljós strax í upphafi þessarar fundalotu sem stóð í nokkrar vikur að Birgir hafði ekki séð ástæðu til að lesa athugasemdir samtakanna við fyrri skipulagstillögur, en mikil vinna hafði verið lögð í það að gera vandaðar athugasemdir sem tóku á flestöllu því sem áhyggjufullir bæjarbúar höfðu við fyrri tillöguna að athuga. Það að þykjast vera að starfa að heilindum með samtökum á borð við BBK sem hafa einungis eðlilega hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi en nenna ekki einu sinni að kynna sér baráttumál viðsemjandans lýsir dómgreindarbresti og virðingarleysi, svo ekki sé meira sagt.
Samráðið var sem sé það að við fengum tækifæri til að hlusta á sviðsstjórann útlista fyrir okkur hvað allt yrði nú gott þegar flugvöllurinn færi og brýr yrðu byggðar yfir Fossvoginn. Vatnsmýrarmegin var svo ansi fallegur grænn reitur sem við afæturnar Kópavogsbúar gætum nýtt okkur til útivistar, en grænt framlag Kópavogs var að mestu falið í frjálslegri notkun Birgis á grænum yfirstrikunarpenna eftir norðanverðri strandlengju Fossvogs.
Á þessum 3 fundum var stjórn BBK sýnd ein fundargerð og gerði stjórn BBK við hana alvarlega athugasemd. Ekki var ein einasta fundargerð samþykkt af samtökunum og er allt tal Gunnars Birgissonar um að hann hafi fundargerðir máli sínu til sönnunar jafn marktækt og annað sem kemur frá honum. Það getur hver sem er skrifað það sem honum sýnist og kallað það fundargerð en það er marklaust ef það er ekki lesið yfir og samþykkt af þeim sem fundinn sitja. Óundirrituð fundargerð er jafn mikils virði, Gunnar, og ef ég kæmi heim til þín með afsal af húsinu þínu óundirritað.
Vandamálið er að tillögurnar sem lagðar hafa verið fram eru langt frá því að vera ásættanlegar. Ef Gunnar, Birgir og aðrir embættismenn bæjarins hefðu haft fyrir því að lesa yfir athugasemdir BBK þá ætti það ekki að koma þeim á óvart. Stóri munurinn nú er að það hefur verið skipt um verkfræðistofu og allar þær upplýsingar sem fyrir ári síðan þótti afar trúverðugar og óumdeilanlegar af hálfu bæjarins eru nú allt í einu ónothæfar. Ný stofa gerir ráð fyrir að eintómir geldingar búi á nesinu og stundi síðan vinnu á suðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Þetta skilar því að Kársnesbraut er allt í einu komin niður i 14.000 bíla á sólarhring í stað 19-20.000 eins og tölur síðasta árs gáfu til kynna, þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða. Notað er sem viðmið nýtt hverfi í Garðabæ, en bent á það í framhjáhlaupi að það geti verið að það sé búið að skrá þar íbúðir í fasteignamat en að það sé enn ekki búið að selja íbúðirnar. Sé það málið þá lækkar hlutfall íbúa auðvitað verulega á svæðinu og er það þá ómarktækt til viðmiðunar.
Það að bera síðan þessar tillögur saman við upprunalegar tillögur Kópavogsbæjar frá árinu 2006, sem bærinn hafði sjálfur fallið frá, er ekkert annað en hneyksli. Samtökin BBK voru stofnuð í kjölfar tillagna frá apríl 2007. Það eru tillögurnar sem samtökin börðust á móti og ætti að sjálfsögðu að bera nýjar tillögur saman við þær.
Þessi kynning og þetta mál allt er hroðvirknislega unnið og þeim sem að því komu til minnkunar. Hér er ekki verið að huga að hagsmunum íbúanna frekar en í síðustu tilraun. Ég legg til að það verði byrjað aftur á núllpunkti og að þessu sinni verði tekið eitthvert tillit til þeirra sem búa á svæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Þetta er alveg með ólíkindum. - Þetta virðist vera orðin lenska en eki udantekning hjá bæjarstjórnum nú til dags að hundsa allt sem kallast samvinna við íbúanna. -
En mér finnst góð samlíkingin með óundirrituðu fundargerðina og ef þú færir heim til hans með óundirritað afsal af húsinu hans, og segðir við heimilisfólk hans að þetta væri allt í góðu samráði við Gunnar sjálfan, eins og afsalið bæri vitni um. - samanber fundargerðina. - Þú og þínir liðsmenn ættuð eiginlega að framkvæma þetta, en þið verðið að muna að hafa videókameru með ykkur
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:04
Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.