Leita í fréttum mbl.is

Hiti í íbúum Kársness eftir fund í kvöld

Það er óhætt að segja að skiptar skoðanir hafi verið á fundi um skipulagsmál á Kársnesi í kvöld. Á fundinum voru kynntar hugmyndir um framtíðarskipulag á Kársnesi en um þær hef ég þegar fjallað og ætla ekki að endurtaka það hér. Í fyrri bloggfærslu minni sagði ég að mér þættu hugmyndirnar um margt spennandi. Sú skoðun mín hefur ekki breyst en ég kalla enn eftir því að skipulagsyfirvöld í Kópavogi komi með skynsamari nálgun á verkefnið.

Miðað við þær tillögur sem kynntar voru á fundinum er gert ráð fyrir því að umferð um Kársnesbraut aukist verulega og verði allt að 14-18 þúsund bílar á sólarhring, sem er gríðarleg aukning frá því sem nú er. Samkvæmt umferðarlíkönum þá annar Kársnesbrautin í mesta lagi 18 þúsund bílum svo þarna er verið að fara ansi nærri því sem ítrast getur orðið. Spurningin er af hverju leggja skipulagsyfirvöld í Kópavogi ekki upp með það að umferð um Kársnesbraut verði þolanleg, eigum við að segja 10-12 þúsund bílar á sólarhring ... hvað má þá fjölga mikið á nesinu? Nei, svona hugsa menn ekki þar á bæ, fyrst er athugað hvað hægt er að troða mörgum íbúðum á uppfyllingar á Kársnesi og svo er farið að spá í það hvernig hægt er að koma þessum íbúum til og frá heimilum sínum. Það er auðvitað hægt að senda bílana í gegnum eldhúsið hjá einhverjum eins og gert er í Lundi ... en hver vill það?

Hugmyndirnar sem kynntar voru í kvöld ganga út frá eftirtöldu:

  1. Áherslan er á magn umfram gæði.
  2. Engin lausn liggur fyrir í umferðarmálum.
  3. Gert er ráð fyrir enn frekari landfyllingum.
  4. Gert er ráð fyrir aukinni atvinnustarfsemi á nesinu og öll umferð vegna hennar þarf að fara í gegnum þéttbýlt íbúðarhverfi.

Enn og ítrekað gengur meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs gegn vilja íbúa á Kársnesi í skipulagstillögum sínum og hafa laumað inn auknu byggingarmagni frá því sem sæst hafði verið á í apríl á síðasta ári.

Svo er það annað, og aftur spyr ég, af hverju er ekki hægt að skipuleggja ný hverfi eins og þau voru skipulögð hér í eina tíð, með miðbæjarkjarna og íbúðum þar í kring? Landfyllingin á Kársnesi væri hreinlega kjörin til þess að hafa þjónustukjarna næst Kársnesbrautinni og lágreista íbúðabyggð þar í kring. Nei ... það á að halda í stóru skemmurnar, hugsað er fyrir blandaðri byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Þjónustuna má sækja út úr hverfinu, ég sá a.m.k. ekki betur!

Heilt yfir þá ítreka ég að mér finnast margt í þessum hugmyndum spennandi, en mér finnst að það þurfi og eigi að leggja ofuráherslu á að leysa umferðarvandann áður en nokkrar aðrar ákvarðanir eru teknar í framhaldinu. Það er eina leiðin til að sjá fram á lífvænlega og spennandi byggð á Kársnesi til framtíðar.

Samtökum um betri byggð á Kársnesi óska ég velfarnaðar í sínum störfum, þau eiga stuðning minn vísan. Á vefsíðu þeirra kemur m.a. fram að þeim blöskri það virðingarleysi sem bæjaryfirvöld í Kópavogi sýni íbúum á Kársnesi með tímasetningu á íbúafundi á hásumarfrístíma 8. júlí.

Í yfirlýsingu frá þeim segir: „Svo virðist sem það sem markmið Kópavogsbæjar að sem fæstir íbúar hafi tök á að kynna sér skipulagstillögur fyrir Kársnes.  Þetta gera þeir enn og aftur þrátt fyrir mótmæli íbúa. Svona lítur afrekalistinn út:

- “KORTERI FYRIR JÓL” - á jólaföstunni þann 17. desember 2006 voru fyrstu hugmyndirnar kynntar í Salnum og frestur upphaflega gefinn til áramóta til að skila athugasemdum.

- Á HÁSUMARFRÍSTÍMA - þann 3. júlí 2007 - voru breytingar á aðal- og deiliskipulagi auglýstar og íbúum gefinn frestur fram í ágúst (enn sumarfrístími) til að andmæla.

- Fyrir MESTU FERÐAHELGI ársins 2008 - föstudaginn 4. júlí 2008 - var auglýstur fundur á vegum bæjarins í Morgunblaðinu með FJÖGURRA DAGA FYRIRVARA.

Þetta getur ekki verið tilviljun.  Það er bæjarstjórn og bæjarskipulagi til skammar hvernig þau ferðast sem þjófar að nóttu í þeirri von að sem fæstir verði þeirra varir.“

ps. Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs ber ábyrgð á störfum og gerðum meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það má kannski segja að 4 hæði sé lágreist byggð miðað við skrímslin sem verið er að byggja í Smáranum! Það er góð hugmynd að setja málið í kæli en spurningin er hver „á“ landsvæðið á Kársnesi, er þar á ferðinni „þolinmótt fjármagn“ eins og stundum er talað um eða ekki. Mig grunar ekki!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.7.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl!Hiti í minni,Ég bjó svo lengi þarna við Kópavogsbraut,var alltaf hrædd við umferðina vegna barnanna var hún þó minni þá og heppni að hafa Vallarferðisvöll nálægt.Ekki trúi ég að meirihlutinn hlusti ekki,breyttu þeir ekki skipulagi í Lundi ?Það er alltaf hægt að sættast á málmiðlun. P.S.Var að hlusta á Ólaf borgarstjóra,á útvarpi Sögu,fékk velgju yfir sjálfshólinu.Gangi þér vel.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gang þér vel að bjarga skipulagsmálunum í Kópavogi Ingibjörg, ekki veitir af vitrænni umfjöllun frá þér, eftir allt klúðrið sem klístrað hefur verið upp í Kópavogi, af núverandi meirihluta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband