Leita í fréttum mbl.is

Skortur á sigrum og nýr formaður

Ég er ekki sátt við fótboltasumarið það sem af er. Það vantar tilfinnanlega sigra í Kópavogin en hvorugt liðanna í Landsbankadeild karla, Breiðablik eða HK, hafa náð að hala inn 3 stig í leikjum sínum. HK hefur tapað 3 leikjum og Blikar hafa gert tvö jafntefli. Það er reyndar von í dag, þriðjudag, að Blikar reki af sér slyðruorðið og kræki í stigin þrjú en til þess að svo megi verða þurfa strákarnir að leggja KR að velli í Frostaskjóli. Fyrirfram er það ekki allra líklegustu úrslitin en vonin er alltaf til staðar og leikurinn byrjar með ellefu mönnum í hvoru liði og engu marki á töflunni. Það er því alltaf möguleiki!

Stelpurnar okkar Kópavogsbúa í Landsbankadeild kvenna hafa staðið sig ögn betur, HK/Víkingur hefur landað einu stigi í tveimur leikjum en Blikastelpurnar hafa gert ögn betur og krækt sér í 4 stig í sínum tveimur leikjum. Ég treysti báðum þessum félögum til að gera betur í næstu leikjum sínum og næla í sex stig í Kópavog í næstu umferð.

Í kvöld var aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Kópavogi. Fundurinn var fjölmennur og góður og greinilegt að málflutningur Samfylkingarinnar á sér frjósaman jarðveg hér í bæ, á það sérstaklega við þar sem ekki hefur þegar verið steypt eða malbikað yfir græna fleti og landspildur. Tjörvi Dýrfjörð, sem verið hefur formaður Samfylkingarfélagsins undanfarin tvö ár, lét af störfum í kvöld en í hans stað var kjörin skólasystir mín til margra ára, Ýr Gunnlaugsdóttir. Ég er sannfærð um að hún mun takast á við þetta verkefni af festu og ábyrgð og hlakka ég sannarlega til næstu missera í starfi Samfylkingarinnar í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það er alltaf kosið, jafnvel þó það sé sjálfkjörið eins og núna!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.5.2008 kl. 07:49

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju Breiðablik vann!!!!!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Arnþór, jú lýðræðið er svakalegt stundum!

Lilja ...  og öll hin gleðitáknin!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.5.2008 kl. 23:46

4 identicon

Ingibjörg , það vantar fólk í blaðburðinn

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband