Leita í fréttum mbl.is

Glæpur gegn framtíðinni

Á hátíðastundum er því oftlega haldið fram að umhverfismál séu málefni framtíðarinnar. Því er ég ekki alveg sammála. Umhverfismál eru málefni nútímans, þau varða framtíðina rétt eins og öll mannanna verk en ef við förum ekki að bregðast við í umhverfismálum þá gæti það orðið of seint fyrir framtíðina.

Íslendingar hafa í gegnum tíðina stært sig af hreinu lofti, ómenguðu vatni og ósnortnu landslagi. Því miður getum við ekki haldið þessu fram af jafnmikilli sannfæringu í dag og fyrir aðeins 25 árum. Íslendingar eru að verða, og eru jafnvel orðnir, algjörir umhverfissóðar. Við mengum stöðugt meira,  í lofti, á láði og legi. Mörgum okkar finnst algjör óþarfi að hugsa um það hvaða vörur eru umhverfisvænar og hverjar ekki. Við ökum enn um á nagladekkjum að vetri, þó götur séu ruddar og hreinsaðar daglega þá daga sem snjóar. Við hikum ekki við að sækja um undanþágur frá mengunarkvótum okkar og nýtum þær undanþágur til hins allra ýtrasta án þess að roðna.

Í dag er „Dagur Jarðar“ eða „Dagur umhverfissins“ (sbr. mbl.is) - í dag vekja fjölmiðlar athygli á umhverfinu og því sem gæti flokkast undir umhverfismál. En hvar er þessi umfjöllun aðra daga, hugsa Íslendingar almennt um umhverfismál? Sumir gera það sjálfsagt, öðrum er alveg sama og velta þessum málum ekkert fyrir sér. Sem betur fer virðist þó sem umhverfisvitund almennings sé að aukast. Þar komum við, bloggararnir, sterk inn.

Á vefsíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi, www.samband.is/dagskra21 segir í Orðum dagsins þann 9. apríl sl. „Bloggarar láta sífellt meira til sín taka í umhverfisumræðunni á heimsvísu. Í nýrri bandarískri skýrslu kemur fram að umfang netumræðu um sjálfbæra þróun hafi vaxið um 50% milli áranna 2006 og 2007. Framan af árinu 2007 snerist þessi umræða einkum um loftslagsbreytingar, en eftir því sem leið á árið færðist áherslan meira á afmarkaðri en reyndar nátengda umhverfisþætti, svo sem endurnýjanlega orkugjafa og sjálfbæra flutninga. Þá má lesa út úr netumræðunni mikla áherslu almennings á tengsl umhverfis og heilsu. Þetta kemur m.a. fram í miklum skrifum um eiturefni og um sjálfbæran landbúnað.“

Ástæða þessarar aukningar er augljós, það getum við lesið úr orðum dagsins frá 10. apríl þar sem fram kemur að plastrusl á fjörum Bretlands hefur aukist um 126% frá árinu 1994. Mannkynið mengar stöðugt meira og við verðum, beinlínis verðum, að fara að snúa þessari þróun okkur í hag. Annað er glapræði og í raun glæpur gegn framtíðinni.


mbl.is Umhverfisviðurkenningar afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mæl þú manna heilust!  Takk fyrir þennan fræðandi pistil Ingibjörg. 

Og gleðileg sumar og takk fyrir skemmtilega og fræðandi bloggvináttu í vetur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.4.2008 kl. 02:49

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þakka þér sömuleiðis Lilja fyrir skemmtilega bloggvináttu í vetur. Megi sumarið verða þér og þínum ljúft og gott.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 26.4.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband