Leita í fréttum mbl.is

Úrslitastund

Það verður spennandi að fá af því fréttir í fyrramálið hvernig prófkjöri Demókrata í Pensylvaníu lýkur. Miðað við fréttir þá þarf Hillary Clinton að vinna yfirburðarsigur til að eiga möguleika á útnefningu flokksins. Það er í raun ótrúleg staða því fyrir um ári síðan þá leit allt út fyrir að Hillary myndi ekki verða skotaskuld úr því að hljóta útnefninguna. En á einu ári getur margt breyst. Miðað við þær takmörkuðu fréttir sem ég hef sankað að mér um slag þeirra Clinton og Obama þá hefur Hillary spilað illa úr þeim spilum sem hún hafði á hendi.

Klaufagangur og vandræði er meðal þess sem hefur dregið verulega úr trúverðugleika hennar og þar ber frásögn hennar af heimsókn til Bosníu hæst. Á www.youtube.com má sjá ótal myndbönd þar sem gert er grín að þessum ummælum hennar og mörgum öðrum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Því miður held ég að stríðið sé tapað fyrir Hillary Clinton, ég hefði gjarnan viljað sjá konu á forsetastóli í Bandaríkjunum en tek þó undir ummæli Barak Obama um að það skipti í raun engu máli hver taki við af George W. Bush, næsti forseti Bandaríkjanna verði klárlega betri kostur en hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband