Leita í fréttum mbl.is

First we'll take Copenhagen, then we'll take Berlin

Í síðustu viku bauð Icelandair uppá flug til áfangastaða sinna á helmings punktaafslætti. Ég er svo heppin að eiga nokkurt safn af slíkum punktum og ákvað að reyna hvað ég gæti til að nýta mér þetta kostaboð. Reyndi ég að sannfæra systur mínar um að koma með m.a. með því að nefna helgarferð til Berlínar. Engin slík ferð fannst en það varð úr að Sigrún sagði já takk og ég bókaði okkur í stutta ferð til Kaupmannahafnar um Hvítasunnuhelgina. Á vefsíðu Icelandair fann ég síðan ágætt hótel að ég held og þar var líka afbragðs gott tilboð í gangi.

Degi síðar hringir Bubba systir og segist hafa áhuga á að koma með, hún á punkta sem hún þurfi að nota og eftir tvær tilraunir tókst mér að fá staðfestingu á ferð fyrir hana. Samstarfskona mín sem bjó um árabil í Danmörku tók síðan að sér að hringja á hótelið og spurði hvort unnt væri að fá þriðja rúmið inní herbergið okkar Sigrúnar og reyndist það létt verk. Ég sendi síðan Bubbu staðfestingu á þessu og allt er klappað og klárt. Kvöldið eftir hringir Bubba í mig og er áhyggjufull: „Ég er að fara til Kaupmannahafnar," segir hún og ég heyri að hún er dálítið undrandi í röddinni. „Já einmitt," segi ég og skil ekki alveg af hverju hún er svona undrandi. „Hvert eruð þið að fara?" spyr hún og er enn eitthvað skrítin í röddinni. „Nú, til Kaupmannahafnar," segi ég og er ekki alveg að ná þessu. „Erum við þá ekki að fara til Berlínar?" segir þá Bubba og ég skelli hressilega uppúr.

Þá hafði Bubba talið það víst að við værum að fara til Berlínar og var ákaflega sátt við það. Hún ætlar samt að koma með til Kaupmannahafnar, þó hún hefði kostið að fara til Berlínar enda hefur hún, ekki frekar en ég, komið þangað. Við eigum það bara inni systurnar þegar næsta tilboð berst frá Icelandair, og við eigum betri tíma, þá skellum við okkur þangað en framboðið á ferðum til Berlínar var ekki nærri eins mikið og til Kaupmannahafnar og fól ávallt í sér fleiri daga frá vinnu en ferðin til Kaupmannahafnar, þess vegna varð Kaupmannahöfn ofaná!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Frábært!  Á hvaða hóteli ætlið þið að vera? Ætlið þið að skella ykkur á  "Konunglega" ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.4.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Lilja,

við verðum á hóteli sem heitir Comfort Hotel Europa og er á horni Colbjornsensgade og Istegade, sem sgt rétt við lestarstöðina!! Það var flott tilboð í gangi á hótelinu sem réði miklu um valið auk þess sem það hefur fengið ágæta dóma hjá þeim sem hafa skrifað um það á vefinn.

Hvort við skellum okkur á „Konunglega“ fer dálítið eftir hvaða konunglega þú meinar - eftir að hafa googlað "konunglega danska" þá er niðurstaðan þessi að ég held við förum ekki á ballettinn! Landbúnaðarfélagið, eeee held ekki! Konservatoríið, bókasafnið, fjallageitina, Sjóliðsforingjaskólanum ... nei ég held ekki. En af því að ég held að þú meinir Konunglega danska leikhúsið eða Konunglegu dönsku óperuna, þá hef ég því miður ekki trú á því að af því verði. Það bíður betri tíma.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.4.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 129408

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband