Leita í fréttum mbl.is

Helgin

Helgin var góð eins og við var að búast. Fór til Akureyrar snemma á laugardagsmorgun til að sitja stjórnarfund KSÍ og hitta fulltrúa félaga á Norðurlandi. Alltaf gaman að koma í höfuðstað Norðurlands. Frábært veður spillti heldur ekki fyrir og fjallasýn úr flugvélinni var mögnuð. Fyrir norðan hitti ég mikið af skemmtilegu fólki, þar ber hæst Hönnu Dóru Markúsdóttur, sem á sæti í kvennanefnd KSÍ og svo hittum við líka þau hjón Erlu og Stefán sem slógu hressilega í gegn sl. sumar sem fylgdarfólk Evrópumeistara Þjóðverja í úrslitakeppni U19. Frábært fólk sem var virkilega gaman að hitta. Heimferðin gekk ekki alveg eins og áætlað var þar sem vélin sem við áttum að fara með suður bilaði fyrir norðan og við urðum að bíða eftir annarri vél úr bænum. Það gerði þó ekki mikið til enda gafst þar með tími til að kíkja skylduheimsókn í Bautann.

Þegar heim var komið brunaði ég beint í tvöfalt afmæli þeirra systra, Unnar Ýrar og Maríu Konráðsdætra. Þar biðu veisluföng eins og þau gerast best, gleði og glaumur. Frændi minn, Úlfar Garpur, var líka á svæðinu en ég sé alltof lítið af honum þessa dagana. Úlfar er alveg frábær 3ja ára gaur, hraustur og duglegur eins og pabbi hans - skemmtilegur strákur.

Eftir stutt stopp í afmælinu hentist ég heim enda stóð til að líta á tónleika með Samkór Kópavogs. Þeir fóru fram í Digraneskirkju og stóðu algjörlega undir væntingum. Virkilega skemmtilegur kór þarna á ferðinni og frábært að Kópavogur skuli eiga svona mikið af hæfileikaríku áhugafólki í tónlist. Með í för á tónleikunum voru þó nokkrir atvinnumenn í tónlist, stórkostleg hljómsveit undir stjórn Hjörleifs Valssonar og frábærir einsöngvarar sem þó voru aðeins þrír í dag en einn einsöngvarinn fékk óværu í röddina og treysti sér ekki til að syngja. Hún kom þó fram til þess að reyna í eitt skipti en fann að röddin var ekki eins og hún á að sér og stjórnandi kórsins, sem heitir Björn, leysti hennar hlut af stakri snilld. Flott hjá honum.

Í kvöld var síðan skylduáhorf á besta sjónvarpsþáttinn í íslensku sjónvarpi síðustu misseri Boston Leagal, þættir sem eru gargandi snilld að mínu viti. Það óvænta gerðist í kvöld að Alan Shore tapaði máli og reyndar fleiri lögmenn á stofunni í Boston og Danny Crane hélt sig nokkuð til hlés. Ég hef grun um að hann komi tvíefldur til leiks í næsta þætti nk. sunnudag.

Á morgun er síðan venjulegur vinnudagur, mánudagur, sem er einn besti dagur vikunnar að mínu viti. Þér óska ég góðrar vinnuviku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband