Leita í fréttum mbl.is

Óskastundinni rúllað upp

Ætli maður hafi ekki bara rúllað óskastundinni upp. Sigurlagið var„Söknuður“ með Vilhjálmi Vilhjálmssyni og ekki nóg með það heldur varð ég kona kvöldsins með lögin mín sem skoruðu hæst af öllum lögum. Lögin sem ég spilaði í kvöld voru auk „Söknuðar“, „Þú fullkomnar mig“ með Sálinni og „My number one“ með Elenu Paparazu. Þetta voru þau þrjú lög sem skoruðu best af þeim þrennum sem gildir limir stundarinnar mættu með til Siffu í Hlégerðið.

Þjóðhildur fékk verðlaun fyrir frumlegasta lagið, en svo undarlega vildi til að ekkert lag fékk tvö stig sem frumlegasta lagið og því var dregið úr spilastokki og Þjobba vann fyrir lagið „Í bláum skugga“ með Stuðmönnum. Siffa var ekki að spara verðlaunin, nú frekar en endranær, en í tilefni af 10 ára afmæli Óskastundarinnar fengu allir sigurvegarar stundarinnar sl. 10 ár glæsilega eignarbikara fyrir afrekið.

Niðurstaðan og lögin sem leikin voru í kvöld eru komin inná óskastundarlistann á heimasíðunni minni. Ég þakka stelpunum í Óskastundinni fyrir frábært kvöld og þakka kærlega fyrir mig.

Að ári eru það Vestmannaeyjar hjá Þjóðhildi ... Ég hakka til!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ó, Ingibjörg!  Veistu hvað, ég las fyrirspurninga til mín um hvort Ingunn mundi vilja leyfa þér að spila lagið.  Og ég hugsaði með mér að ég skildi bara segja henni frá hugmynd þinni og svo mundi hún svara þér.  

En veistu það, að ég steingleymdi, að segja henni frá beiðni þinni.  Svo hún hefur náttúrulega ekkert skrifað þér og ...........ég .....skammast mín alveg rosalega mikið, fyrir þessa gleymsku, ég er alveg miður mín.  En eina huggun mín er sú, að þú vannst núna.  Til hamingju með það . - En næst geturðu áreiðanlega farið með lagið með þér, en það er vissara að þú talir beint við Ingunni. Enn og aftur fyrirgefðu. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Lilja, það er ekkert að fyrirgefa. Ég hugsaði það vel og vandlega á laugardagsmorgun hvort ég ætti ekki að hafa uppá Ingunni, hringja og biðja hana um lagið en svo datt ég ofaná Söknuðinn hans Vilhjálms Vilhjálmssonar og var vongóð um að ég myndi skora vel með því lagi. Sú varð raunin og svo voru hin lögin tvö ekki sem verst hjá mér heldur.

Það er algjör óþarfi að skammast þó þetta hafi farist fyrir, þetta er allt eins mér að kenna og þó ekkert til að kenna neinum um. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég er sátt við niðurstöðuna. Svo er alltaf gott að eiga lagið hennar Ingunnar í erminni fyrir Vestmannaeyjar 2009.

Kveðja, Ingibjörg

Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.4.2008 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband