Leita í fréttum mbl.is

Sjö dagar í Óskastund - aukið mér andagift!

Árlega hitti ég fimm vinkonur mínar á Óskastund. Óskastundin er draumatími þar sem við hittumst og spilum lög sem við teljum að séu bestu, fallegustu, skemmtilegustu og jafnvel skrítnustu lög allra tíma. Allir tímar geta verið mjög mismunandi eftir árstíðum og lag sem maður getur verið í banastuði með eitt árið er með leiðinlegustu lögum allra tíma ári síðar.

Óskastundin heldur uppá 10 ára afmæli þann 12. apríl nk. en tilurð hennar er sú að árið 1998 tókum við okkur saman fimm vin- og kunningjakonur, Alda Jenný Rögnvaldsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Sigfríður Sophusdóttir og Þjóðhildur Þórðardóttir og hittumst heima hjá Öldu Jenný til að spila óskalögin okkar. Við vorum og erum ekkert að reyna að fela það að við vorum að stæla aðra keppni sem gengur undir því ófrumlega nafni Óskalögin. Eiginmaður Sigfríðar (Siffu) og bróðir Öldu voru í hópi allnokkurra pilta sem hittust einu sinni á ári og deildu lagasmekk sínum með félögunum. Í nokkur ár voru þær stöllur búnar að tala um óskalögin hjá strákunum og þegar öfund þeirra og afbrýði var komin út fyrir öll velsæmismörk varð úr að við stelpurnar hittumst á okkar Óskastund. Allt frá upphafi stóð til að ein til viðbótar, Gunnur Stella Kristleifsdóttir, væri með í þessum hópi en hún tók ferðalag til útlanda framyfir okkur á fyrstu óskastundinni en hefur verið með frá árinu 1999 og hefur lofað að gera taka aldrei neitt annað fram yfir óskastundina hér eftir.

Hvað um það. Þetta hafa verið svaðaleg partý - mikið stuð og stemming og lögin sem leikin hafa verið eru hvert öðru betra (eða verra). Nú er sá tími ársins framundan hjá mér þar sem ég fer að velja óskalögin mín. Þetta er alltaf jafn erfitt. Ég var búin að velja lögin þrjú sem ég ætla að spila fyrir 3 vikum, en er búin að skipta um skoðun fimm sinnum síðan þá og á sjálfsagt eftir að skipta um skoðun 10 sinnum fram að 12. apríl. Keppnisskapið er enda ekki langt undan og á hverri óskastund er stefnt á sigur og EKKERT ANNAÐ! Uppskeran hefur enda verið sú að á þessum 10 árum sem liðin eru frá fyrstu óskastundinni hef ég sigrað tvisvar sinnum, sem er bara nokkuð gott, en betur má ef duga skal og í ár sækist ég eftir þriðja sigrinum.

Tekið er á móti tillögum að lagavali hér á síðunni, endilega látið hugann reika að bestu lögum allra tíma og aukið mér andagift!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Veiðifélagið

Lax, lax, lax með Guðmundi Jónssyni er frábært lag. Þú ættir að spila það. Svo er líka til lag sem heitir "Hreindýraveiðar" og er lag og texti eftir Hákon Aðalsteinsson, það er flott lag og frábær texti. Þar fyrir utan má náttúrulega spila lagið með Stuðmönnum sem byrjar: "Hann fór í veiðiferð í gær..." - þetta er þrenna sem klikkar örugglega ekki.

Veiðifélagið, 5.4.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

(Íslenskt?)Síðasti dansinn,Björgvin og Eva Ásrún eða einhver diva,,Nótt í Moskvu,Raggi Bjarna,Söngur selstúlkunnar Gunnar Ormslev leikur á saxafón, kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mæli með: Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á. - eftir Gylfa Ægisson

Hæ, hæ, jibbý, jey, og jibbý jeyj! Þjóðhátíðarlag Íslendinga sungið til að minnast "Sjálfstæði Íslendinga" á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Ömmubæn, sungið af Alfreð Þorsteinssyni minnir mig.   Ég kvaldi elsta bróðir minn með því að senda honum þetta lag reglulega í þættinum á "Frívaktinni" þegar hann var á síldveiðum í gamla daga.  Ég var bara átta ára og of ung til að skilja textann þá.

Þetta er það sem ég man í fljótu bragði sem lélegasta af öllu lélegu. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.4.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

hahaha ... þetta eru frábærar tillögur, þær eru þó ekki vænlegar til árangurs í óskastundinni, nema þá í flokknum frumlegasta lagið!

Ég er líka að leita að einhverjum lögum sem eru dálítið nýrri og ferskari en þau sem hér hafa verið tilnefnd. Og Lilja, lögin eiga að vera góð, helst frábær. Ég var reyndar að spá í að reyna að fá flutninginn hennar dóttur þinnar sem hún söng á brúðkaupsdaginn sinn. Heldur þú að það sé smuga? Ég hef fundið þetta lag með Hildi Völu en Ingunn syngur þetta um það bil þúsund sinnum betur!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.4.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband