31.3.2008
Snjókoma og döpur úrslit
Þá er maður komin aftur úr Baunaríki, Danmörku, þar sem ég hef verið í snjókomu og kulda síðustu viku. Stúlknalandslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 17 ára öttu þar kappi við stöllur sínar frá Danmörku, Rússlandi og Finnlandi. Þrátt fyrir að stelpurnar mínar hafi verið markahæsta lið mótsins, skoruðu 7 mörk í 3 leikjum, þá voru þær líka það lið sem fékk flest mörk á sig og töpuðu þær öllum leikjum sínum.
Heilt yfir er ég ánægð með ferðina, leikmennirnir, sem ég var að kynnast flestum í fyrsta sinn, eru upp til hópa kurteisar, dugmiklar og ákveðnar stúlkur sem eiga framtíðina fyrir sér í fótboltanum. En eftir að hafa verið í þetta mörg ár með kvennaliðum Íslands þá er eitthvað sem hvíslar í hnakkanum á mér um að ungir leikmenn í dag búi ekki yfir nægilegum aga og skipulagi og ungir leikmenn fyrir nokkrum árum síðan. Það má vel vera að þetta sé bara tilfinning hjá mér sem eigi sér enga stoð, og ég vona það raunar, en sumir leikmenn brotnuðu niður við minnsta mótlæti á meðan aðrir stóðu keikir og ákveðnir í að berjast fyrir sínu sæti í liðinu.
Það var meira en slæleg úrslit sem hrekktu íslenska liðið á mótinu. Vetur konungur ákvað að líta til Danmerkur einmitt á meðan við vorum þar og varð að fresta tveimur leikjum í mótinu um einn dag vegna snjókomu. Eins og sjá má á meðfylgjandi tengli þá varð ekki hjá því komist að fresta leikjum en myndirnar sem eru á tenglinum sýna ástandið fyrir fyrsta leik mótsins (sem fór fram á réttum tíma), en eftir þetta hélt áfram að snjóa og varð frestun ekki umflúin.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Velkomin heim Ingibjörg! Já, það er víða talað um agaleysi í boltaíþróttinni. Hvað er það sem veldur? Getur verið að stúlkurnar fái ekki sömu hvatningu frá foreldrum og KSÍ og strákarnir? Það er full þörf á að ræða þetta af hreinskilni. Til að byggja upp og styrkja sjálfstraustið hjá stelpunum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:56
Sæl Lilja, ég hef frekar tilfinningu fyrir því að agaleysi sé almennt í samfélaginu heldur en eingöngu í boltagreinum þó ég hafi rætt um það grein minni um ferð U17 til Danmerkur. Stundum skaut því í huga minn að sumir leikmenn væru algjörlega sjálfala og fengju það heiman frá sér sem þeir vildu, þegar þeir vildu - engra spurninga spurt!
Ég tek undir að það er full þörf á hreinskilinni umræðu um agaleysi í samfélaginu. Við sjáum það líka í þeirri vanvirðu sem hlutum eru sýndir, s.s. með veggjakroti og slæmri umgengni á almannafæri. Hitt er svo annað að mín upplifun hefur verið sú að ungt fólk vill fá ramma, það vill fá aga en það er einfaldlega í eðli þeirra að athuga hversu langt þau geta gengið, að athuga hvar mörkin eru dregin. Það er hlutverk okkar fullorðinna að draga mörkin, veita agann og leiðbeina ungu fólki. Við megum ekki slaka á - framtíðin liggur við!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.4.2008 kl. 09:37
Ég er alveg fullkomlega sammála þér, kunni bara ekki við að segja það hér fyrir ofan. En agaleysi í samfélaginu öllu er yfirgengilegt, eins og þú nefnir dæmi um. - Og ég er líka alveg sammála því, að ungt fólk vill aga, og við eigum að bera ábyrgð, og sníða rammann, og sýna unga fólkinu þá ást og virðingu, sem kennir þeim halda sig innan þeirra marka sem ramminn gefur, svo þau haldi lífi. - Þá líður þeim vel, því þá vita þau, hvar þau standa, hvað þau mega, og hversvegna þau mega ekki. - Nei, við megum ekki slaka á, gefa eftir hnignuninni, því líf þessara barna liggur við. Ég er sammála þér, þetta er alvarlegt ástand. Takk fyrir þennan pistil Ingibjörg, þetta eru sko, orð í tíma töluð.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.