Á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í síðustu viku var m.a. fjallað um fyrirhugaða heimsókn fulltrúa Kópavogsbæjar til borgarinnar Wuhan í Kína. Þangað hefur meirihluti bæjarstjórnar samþykkt að senda nokkra fulltrúa bæjarins enda barst boð til bæjarstjóra um að taka þátt í viðskiptaráðstefnu, Expo Central China 2008. Ráðstefnan fer fram í lok apríl og vil ég hvetja þá sem þennan pistil lesa til að kynna sér hvað er í boði á ráðstefnunni og meta það með sjálfum sér hvort ferðalagið sé réttlætanlegt.
Eftir að hafa kafað ofaní dagskrá ráðstefnunnar þá er mér útilokað að skilj a hvaða erindi fulltrúar bæjarstjórnar Kópavogs eiga á þessa ráðstefnu. Ljóst er á öllu að þarna verður heljarinnar mikil og flott sýning á öllu mögulegu en það eina sem hugsanlega getur komið Kópavogsbæ og Kópavogsbúum að gangi er að fulltrúar okkar taki virkan þátt í umræðum um "sjálfbæra þróun borgarskipulags", sem á ensku útlegst "Urban Sustainable Development". Má ég nú biðja þann sem trúir því að bæjarstjórinn í Kópavogi sé að fara yfir hálfan hnöttinn til að sitja ráðstefnu um sjálfbæra þróun borgarskipulags um að rétta upp hönd!
Miðað við endalausan áhuga bæjarstjórans á að byggja upp karlmennskutákn í formi háhýsa í Smárahverfi og þess að hann flengist um hnöttinn þveran og endilangan í boði bæjarsjóðs Kópavogsbæjar þá læðist að mér sá grunur, eða kannski er þetta óskhyggja, að bæjarstjórinn í Kópavogi sé að undirbúa brottför sína úr bæjarstjórn. Það væri þá bara óskandi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ingibjörg ef Dr. Gunnar segir nú skulum við drífa okkur til Kína, þá gegnið þið eins og venjulega, að fulltrúi í Samfylkingunni skuli óska sér að velgjörðarmaður ykkar sé að láta af störfum, ekki síst Flosa er var svo elskulegur við hann að þiggja byggingarlóðina eins og þú og kannski fleiri muna.
haraldurhar, 18.3.2008 kl. 00:02
Kannski ætlar hann að halda erindi um, hve gott er, að búa í Kópavogi. Og koma á viðskiptasamböndum, fyrir sig og sína íbúa. Hann mun örugglega sjá um sína.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:56
Haraldur ... ert þú að tala um lóðina sem innfæddur Kópavogsbúi sótti um, fékk og greiddi fyrir fullu verði? Mér finnst ekkert að því að menn sem sæki um lóðir fái lóðir, hvort sem þeiri heita Flosi eða ekki. Það sama á við um marga af bestu vinum bæjarstjórans, fjölskyldu forseta bæjarstjórnar og aðra aðila sem eru innvígðir og innmúraðir. Minnsta málið í veröldinni er að benda á þau nöfn í fundargerðum bæjarráðs. Ef þú ætlar að tjá þig á blogginu mínu þá bið ég þig um að koma með rök sem halda.
Lilja, það er alveg klárt að Gunnar mun sjá um "sína", það hefur hann gert skuldlaust í gegnum tíðina en verst er þó að Kópavogsbúar almennt eru ekki "hans" nema þeir séu með flokksskírteinið í vasanum. Bæjarstjórinn flutti í Kópavog skömmu fyrir 1990, ég veit hversu frábært það var að búa í Kópavogi fyrir þann tíma en eftir að hann tók sæti bæjarstjóra hefur það versnað mjög. Spurðu bara íbúa í nágrenni Smáralindar!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.3.2008 kl. 08:00
Kannski þeir gætu lært eitthvað líka um góða stjórnsýsluhætti þarna í Kína.
Ekki sýnist mér veita af eftir úrskurð samgönguráðuneytis. Furðulegt hvað svona mál eru að koma upp aftur og aftur í kópavogi.
Ætli Gunnar viti af þessu?
Anna Kristinsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:56
Sæl Anna, ég held að Gunnar sé í Equador nú um stundir að skoða Inka-menninguna þar. Það er í sjálfu sér gott og gilt ef hann fer ekki að hoppa þangað sí og æ milli þess sem hann flengist til Kína á kostnað bæjarbúa.
Já og hvort hann geti lært um góða stjórnsýsluhætti í Kína. Það læðist að mér sá grunur að hann gæti frekar boðið uppá námskeið í einræðislegum stjórnsýslufræðum.
Varðandi úrskurð Samgönguráðuneytisins þá má geta þess að Gunnsteinn fer að sjálfsögðu með Gunnari til Kína
en ráðuneyti sveitarstjórnarmála hefur nú úrskurðað þá báða vanhæfa í einstaka málum vegna starfa sinna í bæjarstjórn Kópavogs.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.3.2008 kl. 13:53
Ingibjörg svar þitt til mín lysir nákvæmlega hversu meðvirk, og slöpp Samfylkingin hefur verið á undanförnum árum, og ávallt þegið brauðmola er fallið hafa af borðum Dr. Gunnar.
Það hefur eflaust farið fram hjá þér að lóðaúthlutun á Kópavogstúni, voru brotnar nær allar reglur er settar voru fyrir úthlutun lóðanna, og bara það eitt að innfæddur íbúi ætti forgang segir mér það eitt þú hafir ekki kynnt þér málið. Bæjarstjórn Kópavogs hefur fengið marga útskurði um óréttmætti lóðaúthlutunnar, auk þess hafa fallið dómur eða dómar um ranga stjórnsýslu í Kópavogi, og meira segja Dr. Gunnar þurft að fara fyrir dóm. Þessi meðvirkni og undirlæjuháttur Samfylkinginar og að Flosi þáði lóðinna fyrir úthlutun, frá Gunnari, varð til þess að Samfylkingin vann ekki meirihluta í síðustu kostningum.
Ingibjörg þú og aðrir fulltrúar Samfylkinginar þurfa fara yfir gerðir sínar í bæjarsjórn, og viðurkenna mistök sín, þá fyrst verðið þið trúverðugur kostur fyrir, til stjórnunar Kópavogsbæjar.
Sjálfsagt fara fulltrúar Samfylkinginar til Kína, í för með Dr. Gunnari. læt mér ekki detta í hug að þeir hafi manndóm í því að hafna ferðatilboði Gunnars, ef það er í boði.
Að lokum hverning stendur á því að Samfylkingin hefur aldrei lýst yfir á gerðum og stjórnarathöfnum Dr. Gunnars?
haraldurhar, 21.3.2008 kl. 13:30
Haraldurhar, ég stend við hvert orð sem ég hef sagt, sama hvort þér líkar það betur eða verr. Það kemur hins vegar ekki til greina að ég samþykki það sem þú segir að ég hafi verið meðvirk í lóðaúthlutunum undanfarin ár. Það hefur verið, er og mun sjálfsagt deilt um úthlutun lóðarinnar til Flosa. Samkvæmt mínum upplýsingum, sem eru ekki aðrar en þær sem almennur Kópavogsbúi fékk á sínum tíma, þá sótti Flosi um lóð og fékk. Hafi verið maðkur í mysunni þar þá skulum við ekki gleyma því að ábyrgðin er meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Það má vel vera að Flosi hafi alls ekki átt að sækja um lóð, en þá spyr maður sig hvort þeir sem starfa í bæjarstjórn Kópavogs verði annars flokks þegnar þegar þeir eru kjörnir? Mega þeir ekki sækja um lóðir eins og aðrir og ef þeir fá úthlutað er þá öruggt að maðkur sé í mysunni? Ef svo er þá má líka spyrja að því hver setti maðkinn í mysuna? Einhvernvegin heyrist mér á þér að þú teljir að það hafi verið gruggugt vatn í þessu ferli, ef svo er þá spyr ég hver ber ábyrgð á því?
Það er rétt hjá þér að lóðaúthlutanir hafa verið margbrotnar í gegnum tíðina hjá Kópavogsbæ og hefur bærinn fengið marga dóma yfir sig þess vegna. Af hverju skyldi það nú vera? Ekki er það vegna þess að Samfylkingin hafi staðið í brúnni og stýrt skútunni, svo mikið er víst. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað, aftur og aftur, krafist þess að úthlutunarreglur verði gerðar skýrari og gegnsærri. Á það hefur ekki verið fallist af meirihlutaflokknum Sjálfstæðis- og framsóknar.
Það er þannig, Haraldurhar, að öll gerum við mistök um ævina, annars höfum við hreinlega ekki lifað. Hvaða mistök hefur Samfylkingin gert í bæjarstjórn sem við þurfum að biðjast afsökunar á? Er það að hafa staðið vörð um hagsmuni íbúa Kópavogs í málefnum leikskólanna, grunnskólanna, í óteljandi skipulagsmálum, félagsmálum og mörgu mörgu öðru? Þar held ég að væri nær að þú bankaðir uppá hjá liðsmönnum Sjálfstæðis- og framsóknarflokks, þar liggur ábyrgðin, þar þurfa menn langan tíma til afsökunarbeiðna.
Það er rétt hjá þér að Samfylkingin mun eiga fulltrúa í sendinefndinni til Kína, ég er alfarið á móti því að fulltrúi flokksins fari í þessa ferð. Ég tel að hann hafi nákvæmlega ekkert erindi og að förin sem slík sé ekkert nema sóun á fjármunum Kópavogsbæjar. Samfylkingin er lýðræðislegur flokkur og okkur leyfist, hvort sem þú trúir því eða ekki, að hafa misjafnar skoðanir á málum. Mín skoðun í þessu máli varð ekki ofaná, en það breytir því ekki að ég mun halda mig við þá skoðun sem ég hef lýst hér að framan.
Hvað meinar þú með spurningu þinni í restinni, ég skil hana ekki. Hvernig stendur á því að samfylkingin hefur aldrei lýst yfir á gerðum og stjórnarathöfnum Dr. Gunnars ??? Þú þarft að umorða spurninguna eða gera hana þannig úr garði að ég skilji hana.
Með kveðju, Ingibjörg
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.3.2008 kl. 16:20
Sæl Ingibjörg.
Það skal tekið fram þegar ég á við meðvirk, þar á ég við fulltrúa Samfylkingar í Bæjarstjórn Kópavogs. Eg hef akkúrat ekkert út á þig að setja fyrir þín störf í bæjarstjórn Kópavogs.
Fyrir úthlutun á Kópavogstúni voru settar nýjar og bættar úthlutunarreglur, eftir miklar deilur höfðu spunnist út af lóðaúthlutunum við Elliðavatn. Við úthlutun á Kópavogstúni, voru þessar reglur og eðlileg stjórnsýsla þverbrotinn, og tók flokkur þinn þátt í því með því fara ekki eftir úthlutunarreglum.. Málið er ekki hvort kjörnir fulltrúar eða skyldmenni þeirra fá lóðaúthlutun eður ei, heldur það að farið sé að settum reglum, sem ekki var gert, og með forúthlutun til Flosa var Gunnar snjall, því þá batt hann hendur kjörina fulltrúa Samfylkingunar til réttmætrar gagríni, og flokkurinn varð meðvirkur í brotum á stjórnsýslulögum.
Mistökinn er Samfylkingin hefur gert á undanförnum árum, er hversu leiðitamir fulltrúar hennar hafa verið, svo fátt eitt sé upptalið má nefna uppkaup á hesthúsahverfi. kaup þess og svo aftur uppbygging nýrra hesthúsa inn í byggð. Langning vatsveitu. Lundur, Kópavogshöfn og grjótarðar. Uppbygging Smárahvammslandsis, og sjá hvernig úthlutanir lóðum og byggingum hafa margar hverjar verið á annarlegum forsendum. Hér er fátt eitt nefnd, en hvert eitt og sér nægði til þess, að núverandi bæjarsjóri sæti ekki í sínum stól, ef fulltrúar þínir hefðu haldið vöku sinni.
Spurningin mín eða réttara sagt fullyring mín var sú, að Samfylkinginn hefði aldrei látið fara í hart stjórnsýslubrot, og aðrar geðþótta ákvarðanir er Dr. Gunnar hefur framkvæmt á sl. áratug.og látið hann sæta þeirri ábyrgð er honum bæri að gera.
Heldur hefði nú ekki verið sterara að sleppa Kínaferðinni.?
haraldurhar, 21.3.2008 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.