Leita í fréttum mbl.is

Væri það nóg

Það er alveg greinilegt að heilsan er öll að koma, nú finn ég endalausar ástæður til að skrifa færslur á síðuna. Kannski er það heimsókn Harðar Torfa, kannski eru það skemmtileg viðbrögð bloggvina minna sem verða þess valdandi að ég er kaldari við að birta bullið mitt. „Ástina sína að finna“ fékk góð viðbrögð en ég á annað ljóð í handraðanum sem er samið við franska lagið S'il Suffisait D'aimer sem Celine Dion söng um árið. Ekki sérlega þekkt lag og ég hef í sjálfu sér ekki hugmynd um hvað það er.

Einhverra hluta vegna hef ég góð eyru og hið ólíklegasta fólk vill gjarnan trúa mér fyrir vanda sínum, gleði og sorgum. Það er í lagi, ég get hlustað og ég lít á það sem upphefð að vera treyst. Eitt sinn kom vinkona mín til mín og var í vanda stödd. Hún væri ákaflega hrifin af strák sem hún var með og sagði mér ... „ég elska hann, en ég er ekki viss um að ég sé ástfangin af honum.“ Það var eitthvað í þessum orðum sem kveikti hjá mér hugsun og til varð ljóðið „Væri það nóg að elska“.

Ljóðið má finna inná vefsíðunni minni www.ingibjorg.net undir Ljóðin og er þar síðasta ljóðið í pakkanum. Prufaðu að smella á lagið með Celine Dion hér til hliðar og syngja ljóðið með ... Mér finnst þetta ganga upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Næ ekki að hlusta á lagið, það kemur ekkert hljóð, reyni aftur seinna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:57

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þakka, þakka! Mér finnst þetta betra eftir því sem ég hlusta oftar - hef samt aldrei tekið eitt erindi alveg í sátt, vinn ennþá að því að koma því í betra lag.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.3.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband