27.2.2008
Ráðherrann kíkti í kaffi og vínarbrauð
Mikið er ég ánægð að Kristján Möller hafi kíkt í kaffi hjá bæjarstjóranum í Kópavogi í morgun. Vesalings bæjarstjórinn var búinn að bíða eftir ráðherranum í 9 mánuði, hámandi í sig vínarbrauð og rúnnstykki. Var farinn að leiðast biðin og leið eins og hryggbrotinni mær.
Mikið er gott að samgönguráðherrann miskunaði sig yfir ljósmyndafyrirsætu ársins og bjargaði bæjarstjóranum frá því að borða allt bakkelsi morgunsins sjálfur. Eitthvað ræddu þessir fyrrum starfsfélagar af Alþingi samgöngumál milli þess sem þeir mauluðu vínarbrauð. Það getur þó ekki hafa tekið langan tíma fyrir bæjarstjórann að útlista fyrir ráðherranum hvar skóinn kreppir í Kópavogi, enda býr ráðherrann í því sveitarfélagi á meðan þing starfar. Ég vona að fundur þeirra hafi verið árangursríkur Kópavogsbúum til heilla og framdráttar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ertu viss um að "þessi" ráðherra hafi verið ástæðan fyrir þessari bið bæjarstjórans? Eða beið hann bara einhvers ráðherra?. T.d. sat hann eða " lá hann á" í níu mánuði????., Var bæjarstjórinn búinn að sýna einhver önnur furðuleg heit, en að sitja fyrir, sem "ljósmyndafyrirsæta ársins" með og án grímu?. - Það náttúrulega kallar á viðbrögð í samgöngumálum. - Því hafi hann verið búinn að bíða í níu mánuði ? Aha, níu mánuðir maulandi vínarbrauð, ...Þá, t.d. getur maður spurt: Hvort biðin hafi verið þess virði? það má líka spyrja: Hvort eitthvað hafi komið útúr þessu, úrþví sjálfur Ráðherrann kom loksins?. - Og þá er það lokaspurningin: Kom ráðherrann af því að þetta var orðið svo pínlegt, að horfa upp á, Bæjarstjórann, með þessum hætti. Eða kom ráðherrann bara, afþví hann, átti leið framhjá, og langaði í vínarbrauð, og þau voru öll uppseld, í bakaríinu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:59
Sæl, þetta eru allt góðar og gildar spurningar. Ég sá hins vegar í blöðunum í dag að ráðherrann hafði ekki vitað af því að bæjarstjórinn væri að bíða! Það var því varla nema von að biðin hafi lengst hjá bæjarstjóranum því ekki les ráðherann hugsanir, þó hann sé klókur karl.
Ráðherrann kom um leið og hann fékk fundarboð í formi lesendabréfs í gærmorgun. Hann brást reyndar svo skjótt við að bæjarstjórinn var á öðrum fundi þegar ráðherrann kom, og það var hvorki rúnnstykki né vínarbrauð á staðnum (kannski var bæjarstjórinn búinn að borða þauð áður en ráðherrann kom) - bæjarstjórinn lét senda eftir fleiri vínarbrauðum svo ráðherrann fékk eitthvað í gogginn eins og bæjarstjórinn hafði lofað.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.2.2008 kl. 15:16
Hahahahahahahaaa. Frábær saga. Alveg ótrúleg saga. Getur verið að sjálfur bæjarstjórinn hafi gleymt að senda fundarboðið á sínum tíma? Eða eru þetta erfiðleikar í póstsamgöngum nútímans.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.2.2008 kl. 16:12
Það er ekki gott að segja til um hvað bæjarstjórinn man og hvað ekki. En það kom a.m.k. fram í frétt á vefnum í dag að þeir hafi rætt saman um að ráðherrann þyrfti endilega að kíkja í heimsókn, en þar sem hann fékk ekkert formlegt fundarboð þá mætti hann ekki fyrr en fyrirsæta ársins kvartaði í Mogganum um að sitja einn að kræsingum á hverjum morgni!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.2.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.