Leita í fréttum mbl.is

Formennska í fjórum nefndum

Á fundi stjórnar KSÍ skipti stjórnin með sér verkum. Þar var mér falin formenska í fjórum nefndum: 

  • Framkvæmdanefnd NMU16 á Íslandi 2008
  • Fræðslunefnd
  • Unglinganefnd kvenna og
  • Útbreiðslunefnd

Vitaskuld er ég bæði upp með mér og montin af því að vera falið að fara fyrir þessum mikilvægu nefndum. Allar nefndirnar snúa að grasrótinni, grunni öflugrar og kraftmikillar knattspyrnuiðkunar um land allt. Með mér í nefndunum er mikið af öflugu fólki sem öll eiga það sameiginlegt að eiga sér hugsjón um sterka íslenska knattspyrnu.

Að auki á ég sæti í Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun.

www.mbl.is sá ástæðu til þess í dag að fjalla um þessa verkaskiptingu stjórnar og setti sem fyrirsögn að Jón tæki við formennsku í landsliðsnefnd karla. Ég viðurkenni það fúslega að ég skil ekki alveg fréttamat þeirra Moggamanna en virði það þó við þá að þeir taka það sérstaklega fram að um sé að ræða landsliðsnefnd KARLA.  Alltof oft hefur það brunnið við að menn tala um landsliðsnefnd annars vegar og landsliðsnefnd kvenna hins vegar.

Þetta hljómar sjálfsagt dálítið sjálfhverft, en mér finnst það ekki sérstakt fréttaefni að Jón Gunnlaugsson taki við formennsku í landsliðsnefnd karla, að Þórarinn Gunnarsson haldi áfram um stjórnartaumana í dómaranefnd nú eða að Lúðvík S. Georgsson fari fyrir mótanefnd. Það sem mbl.is mönnum láðist að segja frá er að þarna er um að ræða nefndir sem Halldór B. Jónsson fór fyrir en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn KSÍ á síðasta ársþingi sökum veikinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju Ingibjörg, það veitir svo sannarlega ekki af konu eins og þér í forsæti í öllum þessum nefndum KSÍ, að ég tali nú ekki Framkvæmdanefnd Jafnréttisáætlunar, þar sem vonandi verður fyrsta verk að tala um landliðsnefnd, án tillit til þess hvernig "menn"  eru vaxnir niður. En aðalatriðið er að það er "fengur" í konu eins og þér og þeir eru heppnir að þú skulir gefa kost á þér til starfa í KSÍ.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband