Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er Ólafur ekki með í könnuninni?

Fylgi skv. könnun Capacent feb. '08Fylgiskönnun borgarstjóraefnis sjálfstæðismanna kemur ekki á óvart. Þó ég skilji ekki af hverju menn eru að láta gera könnun um það hvern fólk styðji í stól borgarstjóra ef það fær aðeins að velja á milli sjálfstæðismanna. Það er Deginum ljósara í þessari könnun að Reykvíkingar vilja alls ekki að sjálfstæðismenn sitji í borgarstjórastólnum yfirleitt. En fyrst könnunin var sett upp á þennan veg má einnig spyrja sig að því af hverju ekki var líka boðið uppá Ólaf F. Magnússon sem kost í stöðunni. Hann hefur nú verið innvígður og innlimaður í Sjálfstæðisflokkinn alveg uppá nýtt og hefði því verið verðugur fulltrúi meðal hinna sjálfstæðismannanna.

Fylgi Samfylkingarinnar í borginni kemur ekki á óvart, en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvers vegna fylgistap Sjálfstæðisflokkisins er ekki miklu, miklu meira!


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ólafur var auðvitað með ,  hann komst bara ekki á blað.   Dapurlegt en svona getur það verið.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Merkilegur fjandi ... ég sem hélt hann hafi bara ekki verið með af því hann er ekki skráður í Sjálfstæðisflokkinn!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, fyrirgefðu þú meinar það, af þeim sem fengu atkvæði  innan borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, nei, þar var Ólafur ekki talinn með.   En svo var líka spurt um hvern þú vildir sjá sem borgarstjóra,  þar voru þau Hanna Birna og Dagur efst á  blaði,   langt fyrir ofan alla aðra,  og  umræddur aðili komst varla á blað,  og ég skildi þig þannig að þú værir að spyrja um það.     Bið þig að afsaka misskilninginn. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Allt í fínu ... ég þarf líklega bara að tjá mig skýrar

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dagur er nr.1hjá mér.Er orðin nokkuð leið á þessum eylífa"stofugangi"þar sem enginn brosir,nýlega sá ég Hönnu Birnu í viðtali þar sem hún brosti út að eyrum það fer henni vel.Kanski er ég á réttri leið í pólitík.Vissi þó ekki af þessari skoðannakönnun,enda ekki gjaldgeng.Það varvirkilega gaman að fá Siggu og Einar frá Svíþjóð Örnu Dögg,Dag,Birnu og Kristján Burgcher í afmæli Krissa þú hefðir getað villst þangað því það var í Smáranum.(tekur tímann að pikka þetta en hef gaman að því finnst gott að vera í sambandi)knús

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2008 kl. 02:27

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Helga mín,

auðvitað er Dagur nr. 1 hjá okkur, það kemur enginn annar til greina! Hvað varðar Hönnu Birnu þá er ég sammála þér að hún mætti gjarnan brosa meira, en það getur ekki verið auðvelt þegar allt er upp í loft í kringum mann að brosa svo ég held við verðum bara að fyrirgefa henni fýlusvipinn.

Veistu, ég var að spá í að troða mér í afmælið hjá Krissa, ég hitti hann jú alltaf á laugardagsmorgnum í tippinu, en svo kunni ég ekki við það. Knús til baka!

Ingó

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.2.2008 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband