Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn í gærkvöldi. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og að þessu sinni voru umræður um stöðu deildarinnar fjörugar og margir tóku til máls. Það þykir mér gott. Félagar í Breiðabliki hafa til þessa verið heldur tregir til að tjá sig á fundum og hafa jafnvel mætt illa, fundurinn í gær boðar breytta og betri tíma í því sambandi.
Formaður deildarinnar fór yfir starf sl. árs og nefndi það sérstaklega að við þyrftum að gera betur hvað varðar aðsókn að leikjum. Ég tek undir það. Það verður þó ekki framhjá því litið að sl. sumar var einstaklega skemmtilegt og þó stundum hafi mér þótt mátt vera betri mæting þá fannst mér mætingin á völlinn almennt góð og stemmingin var engu lík.
Þegar aðalfundir eru haldnir þykir mér nauðsynlegt að fundarmenn fái tvö plögg í hendur. Annars vegar er það skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár og hins vegar yfirlit yfir reikninga. Í gærkvöldi fengum við reikningana í hendur en ekki skýrslu stjórnar ... annað árið í röð. Ég tók til máls undir liðnum skýrsla stjórnar og reikningar og minntist sérstaklega á þetta. Því miður greip formaður deildarinnar til þess ráð að svara mér með skætingi og pirringi. Hann sagði að skýrsla stjórnar væri í ársriti deildarinnar og að það rit hafi verið borið út í allan bæinn.
Ég viðurkenni það fúslega að þessi framkoma formannsins stuðaði mig verulega, ég varð bæði sár og reið enda hafði ég ekki til þess unnið í minni ræðu að vera svarað með slíkum skætingi. En verra þótti mér þó að ég var ekki sú eina á fundinum sem formaðurinn talaði niður til að mínu mati. Það urðu fleiri fyrir barðinu á honum og þykir mér það miður. Persónulega er ég með breitt bak og hef tekið á mig ýmsa brotsjói í gegnum tíðina, það er allt í lagi, en mér finnst verra þegar fólk sem hefur unnið gríðarmikið og óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar þarf að sitja undir þeim ávirðngum sem fuku á fundinum. Svo ekki sé minnst á þá sem ekki eru félagar í Breiðabliki.
Breiðablik er, hefur verið og verður áfram mitt félag og ég læt ekki einn formann, sem situr um stundarsakir, pirra mig að eilífu þó hann hafi verið með dónaskap og leiðindi á einum fundi. Mér þykir einfaldlega of vænt um félagið sjálft og Blika til að svo geti nokkru sinni orðið.
Stjórn knattspyrnudeildar var endurkjörin á fundinum í gærkvöldi en þó með einni breytingu. Árni Bragason hætti í stjórn en í hans stað var kjörinn Árni Páll Árnason. Um leið og ég þakka Árna Bragasyni fyrir hans vel unnu störf vona ég og veit reyndar að Árni Páll verði félaginu drjúgur á komandi árum.
Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks heitir Einar Kristján Jónsson.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Sæll frændi, ég hugsaði málið í nokkra klukkutíma og komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að tjá mig um þetta.
Mér var misboðið. Fundurinn var sannarlega góður, margir mættir, ágætar umræður og greinilegt að menn hafa skoðanir á málefnum deildarinnar. Það er gott. Sannarlega gladdi það mig líka að formaður félagsins tjáði sig á fundinum, en það var þó ekki fyrr en frænka þín hafði sent á hana áskorun. Mér fannst formaður félagsins svo sem ekki bregðast við af neinni yfirvegun og þótti það miður.
Til að lausn finnist á málum þurfa þeir sem ráða í félaginu okkar að sýna stillingu og yfirvegun. Það er algjört lykilatriði að farsælli niðurstöðu!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2008 kl. 00:38
Ljótt að heyra,ég þorði aldrei að tala á fundum þó hefði getað fundið að ýmsu var tvívegis ritari hjá aðalstjórn var með andateppu af stessi að lesa s´ðustu fundargerð upp svo ég endaði með þessari vísu (árshátíð U.b.K.ÁTTI AÐ VERA UM KVÖLDIÐ) (AFHVERJU VERÐA STAFIRNIR ALLTAF STÓRIR HJÁ MÉR) :ÞAÐ ER ORÐIÐ ÁLIÐIÐ OG EFTIR ENGU AÐ BÍÐA,FUNDARSLIT,FASTÁKVEÐIÐ AÐ FARA OG DETTA Í´ÐA P.S.I LOVE YOU.
Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2008 kl. 02:59
Suss...já, þetta var ekki gott. En eins og ég sagði þá nenni ég ekki að velta mér meira út úr þessu. Mér finnst ágætt að fá útrás á netinu (eins og Össuri og fleiri góðum ). Ég skil það vel að fá andateppu við það að tala í fjölmenni, ég fæ svoleiðis tilfinningu alltaf öðru hvoru, en það gerist yfirleitt bara í fyrsta sinn sem ég stend upp, ef ég stend upp aftur þá er þetta liðið hjá.
Ég er ánægð með vísuna hjá þér. Einu sinni var ég fundarstjóri á kosningafundi í Stykkishólmi og löggan kom til mín og bað mig um að slíta fundi enda væri veður farið að versna og margir á fundinum sem áttu eftir að keyra út á nes. Ég lauk fundinum með tveimur vísum, sem eru dálítið í sama anda og vísan þín:
Frambjóðendur flestir hafa
í fjármál miklu púðri eytt.
En úti er samt farið að snjóa og skafa
og mikil skelfing er ég orðin þreytt.
Því mér þætti vel við hæfi
þá flestir yndu vel við sitt.
Að allir hérna stjórnmál svæfi
skundi heim ... og geri hitt!
ps. stafirnir verða of stórir af því þú ýtir á "Caps Lock" takkann við hliðina á A í stað þess að ýta á takkann með "örinni" við hliðina á < takkanum! Til að losna við stóru stafina ýtir þú bara aftur á "Caps Lock" takkann.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.2.2008 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.