Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar svona björgun?

Er ekki rétt að láta fólk sem leggur á lokaðar heiðar greiða fyrir þann kostnað sem björgunarsveitirnar verða fyrir? Heiðin var jú lokuð, væntanlega hefur það ekki farið framhjá fólkinu og björgunarsveitarmenn sem hafa staðið í ströngu undanfarna sólarhringa þurftu að gera sér ferð um miðja nótt langt uppá heiði til að bjarga þeim.
mbl.is Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Þeir sem vinna í þessum sveitum eru sem betur fer ekki að spá í hvað björgun kostar. Ef þeir eru ósáttir við að bjarga fólki sem hefur komið sér í vandræði sjálft, þá eiga þeir einfaldlega að hætta. Fæstir björgunarsveitamenn hugsa svona, sem betur fer.

En ef farið yrði að þínum ráðum,  hvar ættum við að draga mörkin ? Eigum við að láta þá sem slasast drukknir, greiða fyrir sjúkrahúskostnaðinn að fullu? Ættum við að láta þá sem slasast í fótbolta greiða fyrir lækniskostnaðinn að fullu? Það er jú leikur.

HP Foss, 10.2.2008 kl. 11:06

2 identicon

Það er náttúrulega hægt að líkja þessu saman við fótboltaleik eða aðrar íþróttir. En ef völlurinn væri allur í drullu og pollum þá er engin leikur.Þá er engin að skipta sér af því þó einhver fari svo  á völlinn að leika sér, detti og fótbrotni . Það er engin sendur þá til að bjarga viðkomandi.Svo það kostar ekki neitt .  En að fólki skuli láta sér detta það í hug að fara á heiðar eins og veðrið er búið að vera undanfarið og marg búið að segja í öllum miðlum að þessi og hin heiðin sé ófær. Jú niðurstaðan... borgaðu fyrir ævintýrið sjálfur.

inga (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll HP Foss,

ég geri mér fullkomnlega ljóst að þeir sem taka þátt í starfi björgunarsveitina hugsa síðast af öllu um hvað það kostar. Mig svíður það hins vegar að menn sýni af sér slíkt ábyrgðarleysi að leggja á lokaðar heiðar. Það er óverjandi að mínu mati.

Það segir hvergi í mínum pistli að ekki eigi að aðstoða þá sem slasast drukknir, okkur ber einfaldlega lagaskylda til  þess að aðstoða slasað fólk. Þeir sem aka undir áhrifum áfengis og valda slysi á sjálfum sér eða öðrum fá sannarlega sína refsingu. Þeir sitja uppi með sína sök, hún hverfur ekkert. Auk þess eru engar tryggingar sem bæta skaða sem drukkinn ökumaður veldur og því finna þeir líka fyrir afbroti sínu í buddunni!

Starf björgunarsveitanna er eitt mikilvægasta starf sem haldið er úti á Íslandi. Þeir sem taka þátt í störfum björgunarsveitanna vita vel að það er enginn leikur, heldur dauðans alvara. Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir þeim sem sinna björgunarstörfum og það er einmitt af þeirri virðingu sem ég verð sár og reið þegar það ágæta fólk þarf að leggja á lokaðar heiðar um miðja nótt til að bjarga fólki sem af eigingirni og tillitsleysi virðir ekki lokanir.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.2.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Bjarni Magnússon

Ég á nokkra vini í björgunarsveitum landsins. Þeim er öllum meinilla við að tengja saman björgunaraðgerðir og kostnað við þær. Fólk í neyð á aldrei að þurfa að hugsa um hvort það hafi efni á að láta bjarga sér. Ég las einhverstaðar að í þessu tilfelli hafi verið um útlendinga að ræða. Þeir hafa kannski ekki skilið fréttir, þekkja ekki íslenska veðráttu eða eitthvað slíkt.?

Ég veit ekki með þig, en ég hef ekki áhuga á að þurfa að meta líf mitt til fjár ef ég lendi í háska einhverstaðar. Ákveða kannski að reyna að ganga til byggða vegna þess að ég sé ekki borgunarmaður fyrir björgunaraðgerðunum. Mér finnst það ekki eiga að vera þannig, jafnvel þó ég hafi tekið heimskulega ákvörðun eða hafi ekki fylgst nægilega vel með fréttum. 

Bjarni Magnússon, 10.2.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Bjarni,

ég tek undir þetta hjá þér og mér dettur ekki í hug að setja verðmiða á mannslíf, íslenskt eða ekki. Það sem ergir mig út í hið óendanlega er hins vegar þetta virðingarleysi sem fólk sýnir þegar það leggur á heiðar sem eru lokaðar. Ekur framhjá skilti sem gefur það greinilega til kynna að heiðin sé lokuð, heldur áfram þó það sjái vart veginn fyrir framan sig.

Ég heyrði það í fréttum að um útlendinga hafi verið að ræða, fólk sem starfar hér en menn töldu það víst að þau hafi skilið það að vegurinn var lokaður. Þekkingarleysi er því ekki afsökun fyrir því að fólkið lagði á heiðina.

Í fyrirsögninni að grein minni spyr ég „Hvað kostar svona björgun?“. Kostnaðurinn þarf ekki alltaf að felast í peningum, krónum og aurum. Kostaðurinn við svona áhættuhegðun getur hæglega falist í lífi og limum þeirra sem starfa í björgunarsveitunum. Vinur minn einn var mikill björgunarsveitarmaður, hann lést er sveitin hans var við æfingar. Hans líf var og verður ekki metið til fjár, honum hefði heldur ekki dottið neita því að koma til aðstoðar fólki sem var í nauðum statt. Hvort heldur sem það kom sér í vandræði með vanþekkingu, heimsku eða hverju öðru sem er. Þannig hugsa björgunarsveitarmenn. Þeir spyrja ekki af hverju fólk er í vanda statt? Þeir mæta á staðinn þegar þeim berst beiðni um aðstoð.

Mér svíður það hins vegar að það þurfi að kalla þessa ágætu menn út til starfa æ ofaní æ vegna þess að fólk virðir ekki leiðbeiningar. Á það jafnt við tilkynningar um lokanir vega, aðvaranir veðurfræðinga eða hvað annað. Líf björgunarmannanna eru ekki metin til fjár. Það þarf að gera eitthvað til að fá fólk til að skilja að það er ekki aðeins að leggja sitt eigið líf í hættu með svona hegðun heldur einnig þeirra sem þurfa að bjarga þeim þegar allt klikkar. Ef fjársektir eru leið til að fá fólk til að hugsa, þá á að beita fólk sem sannarlega hlýðir ekki fyrirmælum slíkum sektum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.2.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Bjarni Magnússon

Skil vel hvað þú ert að fara. En við verðum að vera ósammála um þetta mál samt.

Bjarni Magnússon, 11.2.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband