9.2.2008
Ársþing KSÍ
Ársþing KSÍ var haldið í dag. Þingin eru vart svipur hjá sjón frá því sem áður var, í dag hófst þingið kl. 11:00, 30 mínútna hlé var gert um hádegisbil og var þinginu slitið skömmu fyrir kl. 15:00. Ég man eftir þingum sem voru í þrjá daga, hófust á föstudagseftirmiðdegi, voru allan laugardaginn og lauk um miðjan dag á sunnudegi. Þá tókust menn á um málefni og það var þjarkað um alla mögulega og ómögulega hluti. Í dag kom einn upp vegna ársreikninga, einn undir skýrslu stjórnar og einn undir liðnum önnur mál.
Það má þó segja að þingin séu orðin markvissari og málefnalegri en þau voru, þingfulltrúar eru að mörgu leyti betur undirbúnir en áður og ákvarðanir er varða knattspyrnuna á Íslandi eru teknar jafnt og þétt yfir allt árið. Það er gott.
Kosið var til nýrrar stjórnar, ég var í framboði og hlaut náð fyrir augum þingfulltrúa til tveggja ára setu til viðbótar. Fyrir það er ég bæði þakklát og stolt en nú er það ljóst að ég mun sitja í stjórn KSÍ í átta ár í það minnsta en ég var fyrst kosin í stjórn árið 2002.
Stjórn KSÍ kosin á ársþingi í janúar 2008.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Er þetta bara ekki svo vel skipulagt hjá ykkur. Það er nú alltaf þannig í grasrótarsamtökum að það þarf öfluga menn til þess að skipuleggja hagsmuni heildarinnnar. Þeimur betur sem það er gert því minni vandamál á þingum. Auðvitað eru margir sem að segja að þing eigi að taka minnst 3 daga en kannski er það arfleið gamalla tíma þar sem að samgöngur eru miklu betri. Einnig er vert að geta þess að samráð og samvinna í gegnum nefndarstörf er einnig meira heldur en verið hefur.
Meinhornið (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:22
Kæra Meinhorn, þakka þér fyrir athugasemdina. Jú kannski má segja að skipulagið sé barasta nokkuð gott hjá KSÍ. Það þarf líka að vera það í svona stóru sérsambandi með gríðarlega mikið og öflugt starf. Það var nýjung á þinginu í dag að nokkrir sérfræðingar, starfsmenn KSÍ, fluttu erindi um það starf sem unnið hefur verið innan sambandsins. Mér fannst það vel til fundið, Magnús Jónsson dómarastjóri KSÍ flutti mjög fróðlegt erindi um dómaramál, menntun þeirra og kröfur og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri flutti einnig fróðlegt erindi um fræðslumál, þjálfaramenntun og fleira.
Það er mitt mat að innlegg þessara starfsmanna sem og stjórnarmannanna Jóns Gunnlaugssonar og Lúðvíks S. Georgssonar um grasrótarstarf og mannvirkjamál hafi verið ákafaflega þörf og góð fyrir þingheim til að hlýða á. Fjölmiðlum hættir til að fjalla miklu meira og oftar um þau mál knattspyrnunnar sem eru neikvæð. Það var því mjög ánægjulegt að fá frá þessum herramönnum jákvæð og öflug innlegg um allt það mikla og góða starf sem unnið er innan knattspyrnusambandsins. Á bak við það starf liggur gríðarmikil vinna stjórnarmanna og nefndarmanna sem hafa lagt sig alla fram um að skila góðu starfi, knattspyrnunni á Íslandi til heilla.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.2.2008 kl. 23:40
Þakka þér félagi Arnþór, dittó til baka til þín!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.2.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.