Leita í fréttum mbl.is

Heilsugæsla á höfuðborgarsvæði

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, spurði á Alþingi í dag „Hvernig hyggst ráðherra bregðast við aukinni þörf fyrir þjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, bæði á eldri stöðvum og í nýjum hverfum? Liggur fyrir áætlun um uppbyggingu heilsugæslu í þessu umdæmi á næstu árum?“

Til svara var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og hann byrjaði sitt svar á því að skammast út í fyrirspyrjanda vegna þess formála sem hún hafði að fyrirspurn sinni þar sem hún sagðist hafa upplýsingar um að það vantaði 500 milljónir til heilsugæsluþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að öðru leyti fannst mér svar ráðherrans hvorki vera fugl né fiskur. Jú vissulega hefur verið skipaður starfshópur ... og hvað svo?

Guðlaugur sagði líka frá áformum um stækkun læknastöðvar í Árbæ og miðbæ en sagði frekari áform um uppbyggingu bíða. Það virðist nefnilega þannig að þegar ráðherra heilbrigðismála er spurður út í uppbyggingu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, þá horfi ráðherran einungis til Reykjavíkur en lokar augunum algjörlega fyrir því að höfuðborgarsvæðið nær langt út fyrir það sveitarfélag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingó mín.

Á laugardagskvöldið reyndi ég12 sinnum að senda þér línur, en tókst aldrei að senda. Nú er Júlli á tölvunni og það gengur eins og í sögur; er í læri hjá honum.

Takk fyrir og gangi allt vel hjá þér. Áfram Breiðablik!

Helga Kristjámsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Helga, það er gott að þú skulir vera í læri hjá Júlla ... greinilegt að hann hefur verið duglegur að kenna þér.

Ægir, ég er alveg klár á því að lesendur síðunnar geti gert það upp við sig hvort Jóhanna eða Guðlaugur hafi staðið sig betur! Ér er ekki í hinum minnsta vafa um það.  Varðandi þröngsýni ráðherra þegar kemur að höfuðborgarsvæðinu (sem oftar en ekki snýst um Reykjavík og aðeins Reykjavík) þá undanskil ég engan, hvorki ráðherra né óbreytta þingmenn.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.2.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband