Leita í fréttum mbl.is

Saltkjöt og baunir

Það verður vegleg matarveisla heima hjá mér í kvöld, eins og marga undanfarna sprengidaga. Þegar foreldrar mínir fóru að taka upp á því að dvelja löngum stundum á Kanaríeyjum þá tók ég upp á því að bjóða systkinum mínum og afkomendum þeirra í saltkjöt og baunir á sprengidag. Ætli þetta sé ekki 6. eða 7. árið sem ég held sprengidagsboð og mér sýnist á öllu að í kvöld verði metmæting en 21 hefur skráð sig til leiks og svo Ingimar Örn sem fyllir töluna uppí 22.

Súpan sem ég elda er hefðbundin en ég set í hana bæði lauk og beikon til að styrkja hana. Kjötið keypti ég í Nettó að þessu sinni en það er frá SS. Megnið af kjötinu eru sérvaldir framhryggjarbitar, en ég keypti líka tvo pakka af blönduðu saltkjöti. Eina sem ég lenti í vandræðum með var að fá feita og góða síðubita. Þá fékk ég í kjötborði Nótatúns í gær.

Það er því ekki von á öðru en að matargestir mínir í kvöld fari saddir, slæir og hálfsprungnir heim til sín í kvöld eftir saltkjötsátið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það er náttúrulega grundvallaratriði til að súpan heppnist eins og til er ætlast að í henni séu 1-2 vænir og feitir síðubitar. Enda fór það svo að súpan í kvöld var einhver sú besta sem ég hef eldað til þessa, ég skammtaði ekki naumt en það er ekki arða eftir af matnum í mínu eldhúsi. Sem er í sjálfu sér ágætt ef út í það er farið .

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.2.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband