23.1.2008
35 ár frá Vestmannaeyjagosi
Í dag er þess minnst að 35 ár eru frá upphafi Vestmannaeyjagossins. Fréttatímar allra miðla hafa verið fullir af upprifjun um þennan magnaða atburð sem svo rækilega situr í þeim sem komnir voru á skólaaldur þegar gosið hófst. Ég man vel eftir gosinu, það var bæði spennandi og ógnvekjandi í senn og ég man vel eftir mörgum ferðum austur á Kambabrún til að sjá gosið úr fjarska. Svo var líka bein útsending í sjónvarpinu frá gosinu og ég minnist þess að hafa setið löngum stundum og horft á svart hvíta útsendingu frá Eyjum.
Ríkissjónvarpið gerði gosinu góð skil í kvöld. Dagskráin var mjög metnaðarfull og greinilegt að þar hefur ekkert verið til sparað svo útsendingin úr Eyjum yrði sem best. Enda engin furða þar sem sjónvarpsstjórinn er enginn venjulegur Eyjamaður frá þeim tíma, heldur bæjarstjórasonurinn sjálfur. Ég tek hatt minn ofan fyrir Páli Magnússyni að hafa heimilað þessa útsendingu, ég veit ekki hvort hann hafi átt frumkvæðið að henni en ef svo er þá hneigi ég mig einnig. Þau Þórhallur og Ragnhildur stóðu sig frábærlega í beinni útsendingu, umfjöllunin um gosið var að mér fannst á álíka æðrulausum nótum og íbúar Vestmannaeyja sýndu á gosnóttina sjálfa. Margoft hef ég heyrt lýsingar af því hvernig íbúum Eyjanna var innanbrjósts þegar þeir héldu niður á bryggju og jafnoft hef ég furðað mig á því af hverju það ríkti svona mikil þögn í göngu þeirra. Ég fékk enga skýringu á því í kvöld og reikna svo sem ekki með að fá skýringu, en ég furða mig samt á því.
Við Þórhallur Gunnarsson vorum bekkjarsystkin í Digranesskóla hér forðum daga. Fljótlega eftir að gosið hófst bættust nokkrir krakkar í árganginn okkar og ekki bara það, heldur fengum við líka kennara úr Vestmannaeyjum þegar við vorum í 11 ára bekk, Ólöfu Margréti Magnúsdóttur. Hún var góður kennari, ákveðin en þó mátulega ströng. Ólöf flutti aftur út til Eyja og ég fékk ekki betur séð en að hún hafi verið mætt í Höllina og verið í salnum á meðan á útsendingu stóð.
Eyjamönnum óska ég til hamingju með daginn, þetta er klárlega dagur til að gleðjast yfir.
Á myndinni hér til hliðar, sem er úr 19. deild Digranesskóla (12 ára bekk) má sjá þáverandi kennara okkar Guðbjörgu Emilsdóttur og þrjá nemendur hennar: Þórhall Gunnarsson, Ingibjörgu Hinriksdóttur og Valtý Björn Valtýsson ... allt ákaflega vel þekkt fjölmiðlafólk hvert á sínu sviði!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér Ingibjörg, móðir mín var að sjálfsögðu mætt í Höllina til að fylgjast með útsendingunni. Ég er hjartanlega sammála þér að útsendingin og dagskráin var RÚV til sóma, enda ein merkilegustu tíðindi Íslandssögunnar þegar eldgosið hófst, og því mikilvægt að gera þeim góð skil.
En ég held að það hafi aldrei komið annað til greina hjá mömmu annað en það að fara aftur til Eyja, jafnvel þó hún hafi fengið jafn glæsilegan bekk í hendurnar og raun ber vitni :-) Skiljanlega voru það þó ekki allir sem fóru heim aftur en það er alltaf gaman þegar "gamlir" Eyjamenn láta sjá sig á mannamótum eins og Þjóðhátíð og Goslokahátíð. Þetta fólk lítur alltaf á sig sem Eyjamenn og mun líklega aldrei gleyma þessari örlagaríku nótt.
Nú búa rúmlega 1000 færri í Eyjum en gerðu 23.janúar 1973 og íbúafjöldinn mun væntanlega aldrei ná sömu hæðum aftur. En ég vona samt svo sannarlega að hið blómlega samfélag sem enn er í Eyjum muni dafna um ókomin ár, og þó svo að andstæðingar okkar í pólitík séu við völd þar núna þá verður að gefa þeim það að þeir eru að standa sig ágætlega og mikill metnaður einkennir störf bæjarstjórnar Vestmannaeyjar núna. Vonandi að sá metnaður skili sér í fjölgun fólks þar.
Þetta var aðeins lengri kvittun fyrir innlitinu heldur en þú skildir eftir hjá mér, en kvittun er það samt :-)
Smári Jökull Jónsson, 26.1.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.