Ó þér unglingafjöld og Íslands fullorðni synir
Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!
Fischer var stórkostlegur skákmaður, sennilega einn sá mesti sem uppi hefur verið. Ég man eftir einvíginu 1972 og furðaði mig oft á fréttum um undarlega hætti þessa bandaríkjamanns. Hann mætti jafnvel ekki til leiks og tapaði skákum viljandi. En ég man líka eftir hrifningunni sem greip hina íslensku þjóð þegar hann sýndi nokkur af sínum mögnuðu tilþrifum og stórkostlegu leikjum á reitunum 64. Fyrir það verður hans minnst, en hans verður einnig minnst fyrir þá hegðan sem hann sýndi á síðari árum, hatrið, brjálæðið, sérviskuna og annað sem gerði það að verkum að menn hálfpartinn óttuðust hann enda aldrei að vita uppá hverjum hann gat tekið. Að grafa Bobby Fischer í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum er fáránleg hugmynd sem ég vona sannarlega að komi aldrei til framkvæmda.
Í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum liggja mætir menn, stórhugar, eldhugar, framsýnir menn, stórkostlegir menn hver á sínu sviði. Þeir Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson eiga það sameiginlegt að hafa viljað Íslandi allt. Ísland var alltaf í forgrunni ævi þeirra þó hvor þeirra um sig hafi sett það fram á mismunandi hátt. Hugmynd Einars að sölu norðurljósanna er alls ekki eins galin og hún leit út í fyrstu og segja má að vetrarferðir erlendra ferðamanna til Íslands blandist í og með þeirri hugmynd að selja norðurljósin.
Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn
en drottnanna hásal í rafurloga?
Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga!
Hver getur nú unað við spil og vín?
Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín,
mókar í haustsins visnu rósum.
Hvert sandkorn í loftsins litum skín,
og lækirnir kyssast í silfurósum.
Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut
af iðandi norðurljósum.
Jónas vildi sjá Ísland sem fullstöndugt, sjálfstætt ríki. Draumar hans lutu að því og hann skilaði þjóðinni hugsunum sínum í einhverjum fegurstu ljóðum sem ort hafa verið.
Ísland! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf, hingað í sælunnar reit.
Reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti;
ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt.
Hátt á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþingið feðranna stóð.
Þar stóð hann Þorgeir á þingi er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héröð og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim.
Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.
Hvað er þá orðið okkart starf í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?
Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.
En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglingafjöld og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!
![]() |
Fischer grafinn á Þingvöllum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Fyllilega sammála merkilegur karl þarna á ferð en finnst hann ekki eiga heima á þingvöllum...
Ómar Þ. Árnason, 20.1.2008 kl. 10:00
Sammála þér Ingibjörg.
Fischer á ekkert erindi við Einar Benediktsson á Þingvöllum. Ég veit ekki með Jónas enda örlar fyrir þeim grunsemdum í huga mínum að kappinn sá hvíli lúin bein í okkar fyrrum höfuðborg og hann því fjarri góðu gamni.
Níels A. Ársælsson., 20.1.2008 kl. 10:32
Það er náttúrulega bara fásinna að jarða manninn á Þingvöllum
Sporðdrekinn, 20.1.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.