Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegur fundur með þingmönnum Samfylkingar

Í gærkvöldi var haldinn fundur í Hamraborginni þar sem gestir voru fjórir þingmenn Samfylkingarinnar, þau Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður, Gunnar Svavarsson, oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi og Árni Páll Árnason. Eftir að þau fjögur höfðu flutt stutt ávarp til fundarins var fundarmönnum, sem voru fjölmargir, boðið að bera fram spurningar eða segja sitt álit á framgöngu Samfylkingarinnar það sem af er kjörtímabilinu.

Almennt má segja að fundarmenn hafi verið ánægðir með störf þingmanna okkar en hjá langflestum var sterkur undirtónn þar sem þingmennirnir voru brýndir og hvattir til að verða ekki þær undirlægjur Sjálfstæðisflokksins sem framsóknarmenn voru þann tíma sem þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórn. Guðmundur Jónsson flutti sannkallaða eldmessu yfir þingmönnunum og minnti þá á að Samfylkingin er fyrst og fremst jafnaðarmannaflokkur, þar er okkar erindi brýnast.

Ég var mjög ánægð með fundinn og verð að segja það flokknum mínum til hróss að það er gaman að sjá hversu öflugt innra starf hans er og hversu duglegir þingmennirnir eru að mæta á fundi flokksfélaganna víða um land. Við, hinir almennu flokksmenn, fundum vel fyrir því í gær að okkar skoðanir skipta máli og að þingmennirnir hlusta á okkar málflutning. Það er gott að vera ekki bara mikilvægur hlekkur í flokksstarfinu þegar kosningar eru í nánd heldur alltaf og allsstaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband