Í gærkvöldi var haldinn fundur í Hamraborginni þar sem gestir voru fjórir þingmenn Samfylkingarinnar, þau Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður, Gunnar Svavarsson, oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi og Árni Páll Árnason. Eftir að þau fjögur höfðu flutt stutt ávarp til fundarins var fundarmönnum, sem voru fjölmargir, boðið að bera fram spurningar eða segja sitt álit á framgöngu Samfylkingarinnar það sem af er kjörtímabilinu.
Almennt má segja að fundarmenn hafi verið ánægðir með störf þingmanna okkar en hjá langflestum var sterkur undirtónn þar sem þingmennirnir voru brýndir og hvattir til að verða ekki þær undirlægjur Sjálfstæðisflokksins sem framsóknarmenn voru þann tíma sem þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórn. Guðmundur Jónsson flutti sannkallaða eldmessu yfir þingmönnunum og minnti þá á að Samfylkingin er fyrst og fremst jafnaðarmannaflokkur, þar er okkar erindi brýnast.
Ég var mjög ánægð með fundinn og verð að segja það flokknum mínum til hróss að það er gaman að sjá hversu öflugt innra starf hans er og hversu duglegir þingmennirnir eru að mæta á fundi flokksfélaganna víða um land. Við, hinir almennu flokksmenn, fundum vel fyrir því í gær að okkar skoðanir skipta máli og að þingmennirnir hlusta á okkar málflutning. Það er gott að vera ekki bara mikilvægur hlekkur í flokksstarfinu þegar kosningar eru í nánd heldur alltaf og allsstaðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.