Leita í fréttum mbl.is

"FÚLEGGIÐ" Helga Sigrún Harðardóttir

Makalaust hvað Framsóknarmenn eru fúlir þessa dagana. Þeir þola það illa að hafa ekki ítök og að vera utan sængur Sjálfstæðisflokksins. Þetta sést best í fýlukasti sem Helga Sigrún Harðardóttir er í hér á Moggablogginu. Hún fer mikinn gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni, eys úr skálum fýlu sinnar en lætur þó ekki svo lítið að leyfa fólki að rökræða við sig um skoðanirnar. Þetta er dæmigert fyrir Framsóknarmenn sem nú um stundir eru að verða eins og minkabúið hjá bóndanum sem minnkaði og minnkaði þar til það hvarf. Það verða enda örlög þessa fúllynda flokks, að hverfa!  Það er gott.

Það er af mörgu að taka hjá "fúlegginu" Helgu Sigrúnu en miðað við síðustu færslu hennar þá kann hún hreinlega ekki að lesa. Hún segir m.a. ... og nú vitna ég orðrétt í bloggfærslu hennar úr Borgarnesræðu foringjans:

c. "... að hún (Samfylkingin) verði þetta raunverulega mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og að við sem störfum í Samfylkingunni rísum undir þeirri ábyrgð sem er því samfara."

-Í ljósi þess að í Kryddsíldinni var Ingibjörg afar hneyksluð á því að Steingrími J. skyldi detta það í hug að flokkurinn skilgreindi sig og stefnu sína í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Og talið um tvíburaturnana sem hún kom inn á verður jafnframt mjög sérkennilegt í þessu ljósi einnig. Ég er ekki viss um að kjósendur Samfylkingarinnar hafi áttað sig á að talið um turnana tvo hefði verið tal um að flytja með sitt hafurtask inn í Valhöll og gera stór stefnumál Sjálfstæðismanna að sínum?“

Í fyrsta lagi þá segir Ingibjörg í ræðu sinni að hún vilji að Samfylkingin verði „raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn“ í orðunum „mótvægi við“ felast ekki orðin „andstaða við“ ... Kjósendur Samfylkingarinnar hafa alveg áttað sig á því að þó turnarnir séu sannarlega tveir í íslenskum stjórnmálum þá er svo sem ekkert sem kemur í veg fyrir samvinnu þeirra. Þar ræður mestu traust milli þeirra sem stjórna á hverjum tíma og hvort hvor flokkur um sig sé sáttur við að gefa eftir þannig að ásættanlegt verði fyrir báða aðila. Þannig er það í samskiptum tveggja flokka, þó Framsóknarflokkurinn hafi verið fastur UNDIR hælnum á Sjálfstæðisflokknum í allan þennan tíma þá þýðir það ekki að Samfylkingin muni vera þar. Hitt sem Helga Sigrún tiltekur í fúllyndi sínu (þ.e. um stöðuveitingar, sem er sérfræði Framsóknarmanna) er ekki svara vert en henni til upplýsingar þá ER Samfylkingin raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, hefur verið það og mun verða það áfram. Í dag eru þessir tveir flokkar hins vegar samstarfsflokkar og það er barasta harla gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband