Leita í fréttum mbl.is

Bitlaust skaup

Mér finnst áramótaskaupið í ár hafa verið heldur bitlaust. Kannski er ég bara svona illa innrætt en mér fannst vanta allan kvikindisskap í skaupið og stundum var full djúpt á gríninu. Mér varð hugsað til allra þeirra sem aldrei sáu einn einasta þátt af Lost. Þeir hafa ekki skilið baun um hvað málið snerist með þessa villuráfandi sauði sem voru rauði þráðurinn í gegnum skaupið. Auðvitað voru nokkur fyndin atriði í skaupinu, ég hló t.d. í fyrstu tvö skiptin sem það var gert grín að vini mínum Samúel Erni, og eins fannst mér Árni Johnsen fyndinn í fyrsta skiptið sem hann var að grafa göngin. Fyndnust fannst mér hins vegar sýnilega lögreglan, annað var ekki sérlega spaugilegt að mínu mati. Eitthvað vantaði líka uppá frumleikann fyrst höfundur skaupsins þurfti að endurtaka sama brandarann aftur og aftur í gegnum skaupið eins og t.d. með Samma, lögguna og Árna Johnsen.

Þá fannst mér höfundurinn missa algjörlega af því sem var hvað fyndnast á árinu og hefði verið hægt að nýta í tætlur, s.s. "Til í allt án Villa" og "Það var ekkert mál að viðhalda meirihlutanum, Björn Ingi þurfti bara að vera sammála okkur!" Svo hefði verið hægt að gera grín að fleiri stjórnmálamönnum, hvar var t.d. Jón Sigurðsson (hann er kannski löngu gleymdur) ... Kristinn H. Gunnarsson á alþingi fyrir þriðja flokkinn.

En svo ég haldi því til haga, mér fannst atriðið með GIB á nektarbúllunni dálítið fyndið, en það er samt orðið svakalega þreytt og ófrumlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 129550

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband