Leita í fréttum mbl.is

Þvílík della

Hvaða bull er þetta í völvu Vikunnar. Hún veit ekkert hvað hún er að spá fyrir um. Dollý dulræna, sem er góð vinkona mín, hefur sagt mér undan og ofan af næsta ári og miðað við hennar spá þá fara hlutirnir alls ekki á þennan veg.

Dollý spáði fyrir um árið 2007 og hún hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði „Fólk mun strengja áramótaheit á miðnætti, lofa því að hætta að borða um leið og það dýfir snakkinu í Voga ídýfuna, hætta að reykja um leið og það kveikir í „síðustu“ rettunni og hætta að drekka um leið og það hrópar „okkar skál“. Já ekki er öll vitleysan eins!“

Reyndar rættist ekki allur spádómur Dollýjar í fyrra, en hún hitti naglann á höfuðið í nokkur skipti:

  • Það verður þó jákvæð þróun í umferðarslysum. Þeim mun fækka. 
  • Rætt verður af fullri alvöru um að byggja innanhúss skíðabrekkur. Röksemdir fyrir slíku eru ærnar en þegar snjóar á Íslandi hefur oftar en ekki verið ómögulegt fyrir venjulegt fólk að vera úti.
  • Náttúran mun ekki láta mikið á sér bæra á árinu en það styttist þó í það, og þá er ég ekki bara að tala um sjálfa mig. Katla gamla mun eitthvað hrista sig, en það er bara aðvörun. Hún mun samt örugglega hreinsa sig fyrir árið 2010. Ef menn horfa á hætturnar með bæði augun opin mun verða komið í veg fyrir stórtjón en það má enginn líta undan, enginn, þá er voðinn vís.
  • Það verða krýndir nýir Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla.
  • Hillary fer í framboð.

Allt annað var einhversskonar bull. En það er þá álíka mikið bull og hjá völvu vikunnar, reyndar skemmtilegra bull, sbr.: „Karl tekur loksins við af Elísabetu móður sinni. Loksins, loksins mun heimurinn segja en það gerist eitthvað óvænt sem verður til þess að Vilhjálmur sonur hans mun þurfa að gegna enn fleiri opinberum verkefnum en áður. Hann verður faðir á árinu [nei ekki Karl ... Vilhjálmur!] en það mun samt ekki uppgötvast fyrr en árið 2008 þegar hann verður neyddur til að kvænast stúlkunni sem hann eignast barnið með. Þetta mun vekja upp mikla ólgu innan bresku krúnunnar og meðal þegna hennar en þegar í ljós kemur að stúlkan er í raun laundóttir Alberts prins af Mónakó mun öldurnar lægja enda saman komnar einhverjar bestu aðalsættir sögunnar.“ Ég held að Elísabet Brekkan og Hið konunglega fjelag muni kætast rætist þessi spádómur!

Bloggsíðan mun setja inn tengil á áramótaspá Dollýjar dulrænu þegar líður að áramótum.


mbl.is Völvan spáir stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband