Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hvað stendur visir.is?

Ég var að vafra um netið og rak augun í það á www.visir.is að Tarantino ætli að eyða áramótunum hér. Fréttin er ágætlega unnin, sagt frá því hvern Tarantinu ætlar að hitta og hver sé með honum í för. Einnig var sagt frá því að kappinn hafi heimsótt land og þjóð nokkrum sinnum áður og sé hrifinn af því sem hér er að finna.

Síðar í fréttinni segir að hann og Eli Roth, sem er með honum í för, hafi jafnvel í hyggju að kaupa hús hér á landi og þá sé Kópavogur efst á lista. Það kemur mér ekki á óvart enda veit ég vel eftir 44 ára dvöl í bænum að hér er best að búa. Það veit líka Eyþór Guðjónsson, sem Tarantino er að heimsækja, enda er kappinn sá Kópavogsbúi frá fornu fari.

En svo fór fréttin algjörlega út um þúfur: "Fyrir þá sem hafa áhuga þá verða þeir á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti annað kvöld. Munu þeir vera opnir fyrir öllu og eru spenntir fyrir því að kíkja á kvenfólkið sem þeir eru mjög heillaðir af." Hér finnst mér Breki Logason blaðamaður vísis.is skjóta yfir markið og eyðileggja annars ágætlega unna frétt. Er Breki að "redda" stórstjörnunum kvenfólki? Hver er tilgangur hans með þessum upplýsingum? Hvaða hagsmunum er blaðamaðurinn að þjóna? Samræmist þessi blaðamennska ritstjórnarstefnu vísis.is? 

Er nema von að maður spyrji!

http://www.visir.is/article/20071227/LIFID01/71227054


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Fréttin er í sjálfu sér í lagi, en er einhvernvegin engin frétt samt,endirinn er alveg út úr kortinu, og í raun blaðamanni til skammar.Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.12.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband