4.12.2007
Sætustu afmæliskveðjurnar frá smáfólkinu
Já ég átti afmæli í gær, fagnaði 44 ára afmæli mínu með pompi og pragt. Fjórar tegundir af heimabökuðum kökum á boðstólum í vinnunni í gær fyrir vinnufélagana og lítið boð heima í gærkvöldi fyrir vini og fjölskyldu. Já og svo út að borða í hádeginu með Hrund og Sif. Öllum þeim sem samfögnuðu með mér í gær og sendu mér kveðju þakka ég hlýhuginn, koss, koss!
Víst fékk ég margar fallegar og góðar gjafir en tvær þeirra standa þó uppúr. Hina fyrri fékk ég í hádeginu þegar Soffía kom með pakka frá sér, og líka pakka frá dóttur sinni, Dóru, sem er sjö (bráðum átta) ára skólastelpa. Hún pakkaði gjöfinni minni vandlega inn í mörg lög af pappír, límdi aftur með límbandi, túpulími og heftum ... en þar sem ég er eldri en tvævetra, opnaði ég hvert lag eins varlega og ég gat enda full viss um að innst inni í pakkanum leyndist einhver falleg gjöf. Það var líka alveg rétt, Dóra hafði útbúið skemtilegt jólaskraut á jólatré úr pappír, skreyttum með límmiðum og glimmer. Mjög flott ... svo bjó hún líka til fallegt kort þar sem hún óskaði mér til hamingju með afmælið og skrifaði undir: Stelpan hennar Soffíu, þín Dóra. Þetta þótti mér mjög vænt um að fá.
Önnur gjöf, var eiginlega kveðja og persónulegur söngur frá Sigrúnu Birtu Sturludóttur fjögurra ára frænku minni sem býr vestur á Kársstöðum í Helgafellssveit. Hún hringdi í mig og óskaði mér til hamingju með afmælið. Þar sem við frænkurnar eigum afmæli heldur seint á árinu, hún er 27. nóvember, þá er það henni mikil huggun að vita til þess að ég á afmæli á eftir henni en þegar ég spurði hana hver ætti næst afmæli þá var hún ekki viss. Ég spurði hana hvort það væri ekki Jesúbarnið og hún var fljót að taka undir það. Hann fær kannski Batmanköku! Við sammæltumst um það að það væri meira við hæfi að baka Batmanköku fyrir Jesúbarnið heldur en Prinsessuköku og í huga mínum kom mynd af Kolbrúnu Halldórsdóttur, alþingiskonu, súpandi hveljur af skömm yfir þessari umræðu okkar frænknanna.
En Sigrún Birta vildi líka syngja fyrir mig, hún hefur ákaflega fallega söngrödd og ég tók því vitaskuld fagnandi þegar hún vildi syngja:
- Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á ... Ingó, hvað ertu gömul?
- ég er 44 ára
- ertu fjögurra ára eins og ég? Spurði Sigrún Birta og ég sá í gegnum símann hvað það birti yfir minni!
- já, ég er fjögurra ára ... (ekki laust við að samviskubit nagaði mig þegar ég var búin að segja þetta)
- þá ætla ég að halda áfram að syngja: Hún er fjögurra ára hún Ingó, hún er fjögurra ára í dag!
Þetta var sætasta kveðjan sem ég fékk í gær og um stundarsakir leið mér bara alveg eins og ég væri fjögurra ára.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.