Leita í fréttum mbl.is

Velkominn til leiks

Í dag skrifaði Knattspyrnusamband Íslands undir tveggja ára samning við nýjan landsliðsþjálfara karla, Ólaf Jóhannesson. Um leið og ég býð hann velkominn til starfa, þá bæti ég því við að ég mun gera miklar og á stundum ósanngjarnar kröfur til hans í þessu nýja starfi. Ég geri þá kröfu til hans að hann nái viðunandi árangri í þeim leikjum sem hann stýrir liðinu. Ég geri þá kröfu að hann láti ætíð stolt hinnar íslensku þjóðar ráða för í vali sínu á leikmönnum og leikaðferðum. Og ég geri þá kröfu til hans að hann nái sátt innan landsliðshópsins, en það þarf hvorki sögusagnir né netmiðla til að sjá að á það hefur skort í síðustu tveimur leikjum.

Með þessu legg ég líka þá kröfur á herðar þeim leikmönnum sem Ólafur mun velja í landsliðið að þeir muni gera sitt besta til að standa undir þeim miklu og á stundum ósanngjörnu kröfum sem til þeirra eru gerðar. Ég geri þá kröfu til þeirra að þeir nái viðunandi árangri í þeim leikjum sem þeir taka að sér að leika fyrir íslenska þjóð. Ég geri þá kröfu til leikmanna að þeir láti ætið stolt hinnar íslensku þjóðar ráða för í leikjum liðsins. Og ég geri þá kröfu til leikmanna að þeir nái sátt innan landsliðshópsins og að þeir myndi eina sterka samstæða íslenska heild þegar þeir leika fyrir íslenska þjóð.

Eyjólfi Sverrissyni þakka ég fyrir gott og fórnfúst starf í þágu íslenskrar þjóðar. Hann hefur mátt starfa undir mikilli pressu frá öllum knattspyrnusérfræðingum á Íslandi og oftar en ekki verið dæmdur á afar ósanngjarnan og á köflum ómerkilegan hátt. Eyjólfur er einn besti drengur sem ég hef kynnst á samleið minni með íslenskri knattspyrnu og ég er þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast honum persónulega. Eyjólfur er þannig persóna að hann lætur ætíð stolt hinnar íslensku þjóðar ráða för í leikjum sínum. Fyrir það er hann og mun áfram verða mikils metinn meðal hinnar knattspyrnuunnandi íslensku þjóðar. Þann eiginleika hefðu nokkrir af þeim leikmönnum sem hann valdi til þátttöku í leikjum gjarnan mátt taka sér til fyrirmyndar. Af því varð því miður ekki. Mér dettur ekki til hugar að draga Eyjólf einan til ábyrgðar að því leyti. Það verða leikmenn að eiga við sig sjálfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband