Leita í fréttum mbl.is

Skandall, hneyksli eða hvað?

Bloggheimur og spjallverjar logar nú stafna á milli eftir að tilkynnt var um kjör á bestu leikkonu íslenskrar knattspyrnu sumarið 2007 á föstudagskvöldið.

Hólmfríður Magnúsdóttir var valin best. Valið kom á óvart og þótti mörgum gengið framhjá Margréti Láru Viðarsdóttur. Það getur vel verið að það hafi verið gengið framhjá Margréti Láru en þetta er engan vegin í fyrsta sinn, þetta er engan vegin í síðasta sinn sem stórum hópi (og þar með talið mörgum fjölmiðlamönnum) þyki gengið framhjá einni leikkonu í kjöri knattspyrnukonu ársins.

Gott dæmi um þetta er árið 2005 þar sem Blikinn Þóra B. Helgadóttir bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar. Þá var Valsarinn Laufey Ólafsdóttir kjörin best.

Það kom mér nokkuð á óvart að Margrét Lára hafi ekki verið kjörin besta knattspyrnukonan, en ég átti allt eins von á því að hún, Olga Færseth eða Katrín Jónsdóttir myndu hreppa titilinn. Hólmfríður er hins vegar frábær knattspyrnukona og á gott eitt skilið.

Hún var kosin best af félögum sínum í Landsbankadeildinni og það þýðir ekkert að þrasa yfir því. Margrét Lára á mörg ár enn eftir í boltanum og það er ekki nokkur vafi í mínum huga að hún á oft eftir að hampa þessum titli á komandi árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 129697

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband