14.10.2007
Hverskonar bull er þetta?
Ég er alveg steinhætt að botna nokkurn skapaðan hlut í því sem gengur á í Reykjavík. Þetta er nógu slæmt í Kópavogi, en hér á bæ hafa menn þó almennt lesið um hvað verið er að semja áður en gengið er til samninga. Svo virðist sem að í Reykjavík hafi menn ekki lesið nokkurn skapaðan hlut, bara látið telja sér trú um að það sem eigi að samþykkja sé gott. Núna koma menn eins og jólasveinar af fjöllum og segja, ég vissi bara ekki að við værum að semja um það sem við vorum að semja um. Ef við hefðum vitað það þá hefðum við e.t.v. lesið samninginn!!!!
Hvernig ætlast menn til að kjósendur í Reykjavík eða hvar sem þeir eru geti trúað og treyst stjórnmálamönnum sem ekki lesa einu sinni þá samninga sem þeir leggja til að verði samþykkir! Ég hélt einmitt að það væri meginhlutverk sveitarstjórnarmanna ... að lesa þá samninga sem þeim er treyst til að undirrita fyrir hönd íbúa sveitarfélagsins og hina formlegu eigendur þeirra stofnana sem þar eru reknar.
Í Reykjavík hafa menn brugðist þessu trausti og er mér þá nokk sama hvar í flokki menn standa. Hitt er hins vegar ljóst, hafi ég hlustað rétt á fréttirnar, að ábyrgð Sjálfstæðismanna er mest í þessu efni, þar vildu menn slá ryki í augu almennings vegna þessa klúðurs og selja sig út úr öllu draslinu.
Óeiningin innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna er síðan alveg sér kapituli. Þar virðast þau Gísli Marteinn og Hanna Birna fara fremst í flokki og reyndar munu orð Hönnu Birnu um lýðræðislegar niðurstöður (svo fremi sem þær eru þær sömu og Sjálfstæðismenn hafa komist að) lifa lengi meðal landsmanna.
Er nema von að maður spyrji ... hverskonar bull er þetta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.