17.8.2007
Hjartanlega sammála
Undanfarin ár höfum við Víðir Sigurðsson ekki deilt skoðunum um það hvort fækka beri liðum í efstu deild í knattspyrnu. Víðir hefur skrifað margar lærðar greinar um málið undanfarin ár, bæði í blöð og ekki síður í bók sína Íslensk knattspyrna. Minn málflutningur hefur aftur á móti farið meira fram á meðal manna sem hafa áhuga á framgangi íslenskrar kvennaknattspyrnu, auk þess sem ég hef nokkrum sinnum lýst þeirri skoðun minni á ársþingi KSÍ að það beri ekki að fækka liðum í efstu deild.
Vissulega hef ég efast og á stundum hallast að því að réttast væri að fækka í deildinni en þegar ég hef lagst yfir málið hef ég ávallt komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki rétt. Hef ég haldið í vonina um að félögin í efstu deild styrki sig hóflega með erlendum leikmönnum, vandi til verka í yngri flokkum og setji meiri metnað í það starf sem unnið er meðal kvennaflokkanna. Þannig muni liðin styrkjast og eflast og þá mun koma að því einn góðan veðurdag að lið eins og Valur, KR og Breiðablik munu mæta jafnokum sínum á vellinum.
Undanfarin ár hafa lið eins og Keflavík, Fjölnir og Fylkir lagt mikla áherslu á yngriflokka starf sitt í kvennaflokkunum. Það er að skila þeim núna. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þó ég nefni Fjölni sérstaklega, líkt og Víðir gerði í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Þar hefur verið unnið af miklum metnaði í yngri flokkunum og stelpunum hefur verið sinnt af mikilli samviskusemi og dugnaði. Fjölnir er að uppskera eins og til var sáð. Liðið er í 5. sæti Landsbankadeildarinnar og hefur fyrir löngu tryggt sæti sitt í deildinni á næsta ári. Af þeim 16 leikmönnum sem tekið hafa þátt í leikjum liðsins í Landsbankadeildinni í sumar eru 12 leikmenn uppaldir hjá félaginu, tveir leikmenn koma erlendis frá og tveir leikmenn eru uppaldir í öðru félagi hér heima. Þetta er frábær árangur og sýnir svo ekki verður um villst að öflugt uppeldisstarf heima fyrir er vænlegt til árangurs.
Vissulega má líka fara aðrar leiðir og sanka að sér öflugum og efnilegum leikmönnum frá öðrum félögum, slíkt tel ég ekki vænlegt til langtíma árangurs. En framfarir í kvennaboltanum hér heima hafa verið miklar á undanförnum árum. Miklu fleiri hafa fengist til starfa innan kvennaflokkanna en áður og stuðningur við stelpurnar hefur aukist jafnt og þétt, á það ekki síst við um stuðning ýmissa fyrirtækja sem hafa í auknum mæli séð þann ávinning sem af því hlýst að tengja nafn fyrirtækisins við öfluga uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar.
Fyrir nokkrum árum, sennilega einum 7-8 árum, spáði ég því að Ísland myndi taka þátt í úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða. Fáir tóku undir þá spádóma mína á þeim tíma en nú er lag fyrir íslenska kvennalandsliðið að trygja sér farmiðann til Finnlands 2009. Eins og Víðir bendir á í grein sinni þá hefur árangur Íslands í Evrópukeppni félagsliða undanfarin ár verið hreint magnaður. Breiðablik og Valur hafa bæði komist í 8 liða úrslit keppninnar og ég hef fulla trú á því að Valsstúlkur muni endurtaka leikinn nú í haust. Til þess hafa þær leikmannahóp sem býr yfir þeim styrk og vilja sem þarf til að ná árangri.
Sumir myndu nú ekki trúa því að ég segði þetta en ég læt mig hafa það að segja; Áfram Valur, Áfram Ísland og áfram stelpur! Já og að sjálfsögðu Áfram Breiðablik!
Ísland á að vera með eina sterkustu deild í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.