Leita í fréttum mbl.is

Hóteldvöl í höfuđborginni

U19 ára stúlknalandsliđiđ fór inná hótel í dag.  Flestar stelpurnar eru héđan af höfuđborgarsvćđinu og eiga ekki nema um 10-15 mínútna akstur heim til sín úr Vatnsmýrinni. Ţađ á reyndar líka viđ um ţá fylgdarsveina sem eru međ liđinu, sjálfa mig ţar međ talda.

Ţađ er óneitanlega dálítiđ undarlegt ađ ţvćlast um í rútubíl frá hóteli á ćfingu og ađ liggja andvaka á hótelherbergi ţegar rúmiđ manns er ađeins í 10 mínútna fjarlćgđ. En svona er ţetta og ţađ er spenningur í hópnum fyrir komandi móti. Úrslitakeppni Evrópumóts stúlknalandsliđa yngri en 19 ára.

Í dag hef ég hitt marga gamla kunningja úr boltanum, s.s. fararstjórnir danska, norska og enska liđsins, auk nokkurra kunnuglegra andlita frá Frakklandi og Ţýskalandi. Ţađ er alltaf gaman ađ hitta ţetta fólk sem hefur brennandi áhuga á knattspyrnu og vill leggja ótrúlegustu hluti á sig til ađ efla kvennaknattspyrnuna í sínu heimalandi. Í gegnum tíđina hef ég lćrt mikiđ af ţessu fólki og vona sannarlega ađ mér hafi tekist ađ smita einhverju til ţeirra héđan ofan af Íslandi.

Fyrsti leikur íslenska liđsins er á miđvikudag, en ţá tökum viđ á móti Norđmönnum í opnunarleik mótsins á Laugardalsvelli kl. 19:15.  Enn og aftur hvet ég alla ţá sem vettlingi geta valdiđ til ađ mćta á völlinn, ţađ er ókeypis inná alla leiki í bođi Orkuveitu Reykjavíkur!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 129479

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband