Leita í fréttum mbl.is

Spennt hjá strákunum, Petra frábær og Guðrún allsstaðar

Tveir frábærir fótboltaleikir að baki þar sem mitt fólk í Breiðabliki fór á kostum. Strákarnir léku gegn grönnum sínum í Fossvogsdal, HK, í bikarnum á miðvikudag. Ég var stressuð fyrir þann leik, mínir tiltölulega nýbúnir að vinna HK í deildinni 3-0 og líkur á að gestirnir myndu koma brjálaðir í leikinn.  Sú varð líka raunin og ákaflega slysalegt mark varð til þess þeir náðu forystunni. Eins og svo oft áður í sumar þá léku þeir grænklæddu sérstaklega vel úti á vellinum, boltinn fékk að ganga vel á milli manna en þegar nær dró markinu var eins og allur vindur hyrfi úr Blikaliðinu. Sem betur fer tókst mínum þó að jafna leikinn á síðustu mínútunni. Í framlengingunni var aðeins eitt lið á vellinum og 3-1 sigur var staðreynd. Frábær úrslit.

Í gærkvöldi tóku síðan stelpurnar mínar á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals á Kópavogsvelli. Það er ekki langt síðan liðin léku í Kópavoginum í leik sem ég vil helst gleyma sem fyrst þar sem Valur vann 4-0 og tveir leikmenn Breiðabliks fengu að líta rauða spjaldið. En þær grænu voru ekki á því að verða auðveld bráð fyrir meistarana. Leikmenn liðsins gáfu sig 110% í hvern einasta bolta og greinilegt var að þær hungraði svo sannarlega í sigur í þessum leik. Það var því í takt við gang leiksins að Greta Mjöll skoraði glæsilegt mark með langskoti yfir Guggu* í marki Vals, þar sem boltinn datt niður í hliðarnetið fjær. Frábært mark!! En til að auka enn á gleði mína þá tóku sig upp gamlir taktar hjá Söndru Sif sem sólaði þrjá leikmenn Vals áður en hún renndi boltanum nett framhjá Guggu 10. mínútum mark Gretu Mjallar.

Þessi tvö stórgóðu mörk blésu mínum stúlkum enn meiri baráttuanda í brjóst en þó þau hafi verið frábær, stórkostleg og mögnuð þá var frammistaða varnarlínunnar ekki síðri. Þar fór Petra Lind fremst í flokki. Hún var eins og köttur á milli stanganna og varði á köflum meistaralega og þær nöfnur í hjarta varnarinnar, Guðrún Sóley og Guðrún Erla, stóðu sig sannarlega með prýði. Þær skiptust á að gæta hættulegasta sóknarmanns landsins, Margrétar Láru, og varð einum blaðamanni á orði í hálfleiknum að það væri alveg sama í hvaða átt Margrét sneri sér hún væri alltaf með Guðrúnu í andlitinu!

Ég get ekki látið hjá líða að nefna frammistöðu dómarans í leik stelpnanna, Gylfa Þórs Orrasonar, hann var í einu orði sagt FRÁBÆR!

Frábær leikur hjá mínu fólki og í dag byrjar Símamót Breiðabliks sem ég mun klárlega eyða talsverðum tíma á eins og undanfarin 25 eða fleiri ár.

*Í þættinum 14-2 sem var í gærkvöldi var m.a. fjallað um bikarleikina. Þar var annar gestur þáttarins, Andri Marteinsson, spurður út í mark Gretu og fannst mér hann gera lítið úr því með því að segja eitthvað á þá leið að markmenn í karlaboltanum væri hávaxnari en markvörður Vals. Guðbjörg í marki Vals er klárlega besti markvörður Íslandsmótsins, hún er ekki smávaxin og hún gerði að mínu viti allt rétt til að reyna að verjast skoti Gretu Mjallar. Andri tók það greinilega ekki með í reikninginn að varnarmaður Val skyggði á skotlínuna og Guðbjörg sá boltann seint. Að auki var Greta heppin í skotinu og Andra til fróðleiks þá hef ég séð fjöldan allan af svona mörkum skoruð í efstu deildum karla út um alla Evrópu svo ekki sé talað um stærri mót s.s. HM eða EM. Skot Gretu var gott og varnartilburðir Guggu einnig. Það er engin ástæða til að gera lítið úr markinu með því að segja að markmenn í karlaboltanum hefðu varðið þetta af því að þeir eru í mörgum tilfellum hærri. Svo sýndi Petra það líka í kvöld og sannaði að margur er knár þótt hann sé smár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Það gerist ekkert auðveldara fyrir Blikastelpurnar.  Nú er það KR næst.

Kristján Magnús Arason, 13.7.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband