Leita í fréttum mbl.is

Nónhæð

Í Kópavogsbæ er nú unnið að skipulagsmálum sem aldrei fyrr. Skipulagstillögur sem vitað er að muni illa falla í kramið hjá bæjarbúum er nú verið að kynna og treyst á að íbúar séu fjarverandi í sumarfríi eða með hugan við sólina sem skín sem best hún getur.

Á Nónhæð var verið að kynna nýtt skipulag á reit sem áður var í eigu baháía en hefur nú verið seldur til einhvers, sem enginn vill kannast við eða getur upplýst um hver er. Þar á að byggja þétt, tvo turna 12 og 14 hæða og síðan nokkur lágreistari hús sem alls munu telja 202 íbúðir.  Miðað við íslensku vísitölufjölskylduna (4 í heimili) þá munu búa þar 808 einstaklingar. En ekki nóg með þetta því örlitlu vestar og norðar í landinu er lítil lóð sem hefur verið nýtt undir bensínstöð/sjoppu. Rekstur þar hefur gengið illa og nú á að breyta skipulagi svæðisins á þann veg að í stað verslunarsvæðis verður þar reistur 8 hæða tvíburaturn með 14 íbúðum, þar með bætast við 56 íbúar og alls má því reikna með tæplega 900 íbúum á fyrirhuguðu byggingarlandi.

Svona til að sýna þéttleikann sem reiknað er með má leika sér með tölur. Á allri Nónhæðinni, frá Arnarsmára niður í Gullsmára búa nú um 1.400 manns. Við götuna Gullsmára, sem er að mörgu leyti áþekkur reitur að stærð og nú er í kynningu, búa í dag um 430 íbúar eða helmingi færri en fyrirhugað er að koma niður á samsvarandi reit efst í hæðinni.

Síðustu daga hef ég verið að kynna mér skipulagið og sannast sagna líst mér ekkert á þetta. Engir grænir reitir aðeins bílastæði og sannkallað skuggahverfi mun rísa á hæðinni verði farið að núverandi tillögum. Er þá ótalin sú staðreynd að umferð um hverfið mun í samræmi við fjölgun íbúa tvöfaldast án þess að nokkrar vegabætur séu fyrirhugaðar á svæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband