Leita í fréttum mbl.is

Sammála SOS

Mikið óskaplega er ég sammála Sigmundi. Í fréttum af hátíðarfundinum þá var ég afar undrandi að Jón Hjaltalín Magnússon var hvergi sjáanlegur, né heldur á hann minnst. Í mínum huga er Jón einmitt maðurinn sem gerði handknattleikinn og íslenska handknattleikslandsiðið að því sem það er í dag.

Frásögn Sigmundar af því þegar Jón Hjaltalín barði í borð eftirlitsdómarans í B-keppninni í Frakklandi 1989 sýnir að mínu viti hverskonar eldhugi Jón Hjaltalín var þegar kom að handknattleiknum. Sú hugmynd að fá úrslitakeppni HM til Íslands þótti mörgum geggjuð á sínum tíma, en krafturinn og viljinn sem Jón setti í verkið varð til þess að íslenska þjóðin hreifst með og veit ég ekki betur en að keppnin hafi farið fram með miklum sóma, þökk sé Jóni Hjaltalín Magnússyni.

Sigmundur segir líka frá því að það var Jón Hjaltalín sem stóð fyrir því að íslenska karlalandsliðið söng lög sem enn lifa með landanum eins og "Það er allt að verða vitlaust" og ekki síður "Við gerum okkar besta". Þessi lög eru enn og munu um ókomna tíð vera leikin fyrir alla stórleiki hjá "strákunum okkar", sem er máltæki sem varð til hjá Jóni Hjaltalín Magnússyni.

Í lok greinar sinnar biður Sigmundur Jón Hjaltalín fyrirgefningar fyrir hönd handknattleiksunnenda á Íslandi. Þetta þykir mér göfugmannalega gert af Sigmundi þó svo að í raun ætti núverandi handknattleiksforysta að biðjast afsökunar og fyrirgefningar á framkomu sinni.

Þess vegna ætla ég ekki að biðja Jón Hjaltalín fyrirgefningar en ég get heilshugar tekið undir kveðju Sigmundar er hann segir að ódrepandi dugnaður Jóns Hjaltalíns Magnússonar sé sannarlega ekki gleymdur og mun ekki gleymast hjá unnendum handknattleiks á Íslandi. Fyrir það vil ég þakka Jóni Hjaltalín Magnússyni, hann á heiður skilinn.


mbl.is Fyrirgefðu – Jón Hjaltalín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband