Leita í fréttum mbl.is

Gunnar fór röngu megin framúr

Var á bæjarstjórnarfundi í gær. Greinilegt var á öllu að Gunnar bæjarstjóri fór röngu megin framúr rúminu í gærmorgun. Var önugur og öfugsnúinn nær allan fundinn. Vildi meðhöndla bæjarstjórnina eins og einhverja byrjendur sem vissu ekki hvar þeir ættu að drepa niður fæti.

Það er svo sem ekki nýtt að bæjarstjórinn sé önugur, hann er það oft, en stundum er það mjög tímabundið ... kannski bara í einu máli og svo jafnar kappinn sig. Það var ekki þannig í gær. Merkilegastir eru þó aðrir bæjarfulltrúar íhaldsins. Þar þorir enginn að segja nokkurn skapaðan hlut fyrr en leiðtoginn hefur talað. Svo þegar kallað er eftir áliti þess fólks þá koma menn upp og skammast yfir því að óskað sé eftir skoðunum þeirra á einstaka málum. Merkilegt. Ekki myndi ég nenna að vera í flokki þar sem ein skoðun er algild, einn má tala og allir þurfa að feta í fótspor leiðtogans.

Þess vegna er ég í Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband