Leita í fréttum mbl.is

Á ég að hætta að blogga?

Spurningin er hvort ég ætti að hætta að blogga, eða halda úti heimasíðu, www.ingibjorg.net? Veit ekki... fór að velta þessu fyrir mér eftir að hafa lesið færslur Garðars Arnar Hinrikssonar knattspyrnudómara vegna ummæla Valtýs Björns Valtýssonar, bekkjarbróður míns, í útvarpsþættinum "Mín skoðun". Valtýr vill víst að Garðar hætti að blogga, a.m.k. um fótbolta og eftir því sem mér skilst (hlusta mjög sjaldan á X-ið) þá þykri Valtý Birni það ekki sæma knattspyrnudómara að blogga um fótbolta.

Mér er alveg sama þó Garðar Örn bloggi um fótbolta (enda er hann bloggvinur minn). Hann má hafa skoðun á fótbolta eins og hver annar, mér sýnist hann líka hafa skoðun á öllum sköpuðum hlutur og hefur hann til þess stjórnarskrárvarðan rétt. Hann hefur þegar fengið stuðning frá tveimur blaðamönnum, Seth www.seth.blog.is (sem er líka bloggvinur minn) og Henry Birgi www.blogg.visir.is/henry. Þeim finnst hann eigi að halda áfram að blogga.

Ef Valtý Birni finnst að Garðar Örn eigi að hætta að blogga þá spáði ég aðeins í það hvort ég ætti ekki líka að hætta því? Ef Valtý finnst það þá ætti ég ekki að blogga um stjórnmál af því ég er að vinna hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og er í bæjarstjórn Kópavogs, ég ætti ekki að blogga um fótbolta af því ég er í stjórn KSÍ og skrifa stundum um fótbolta í Moggann.

Mér finnst samt að ég eigi að halda áfram að blogga, rétt eins og Garðar Örn, því það er stjórnarskrár varður réttur minn. Ég gæti mín hins vegar vel á því, eins og flestir þeir bloggarar sem ég þekki, að meiða engan með blogginu mínu. Það er er grundvallarskilyrði fyrir þessum ósköpum öllum og ég stefni að því að halda mig við það úm ókomna tíð.

Garðar, Seth, já og Henry Birgir líka ... haldið áfram að blogga.

ps. er að reyna að laga færsluna þannig að vefföngin www.ingibjorg.net, http://seth.blog.is og http://blogg.visir.is/henry birtist á síðunni. Vandræði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 129481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband