Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin á erindi í ríkisstjórn

Þrátt fyrir að Samfylkingin hafi því miður misst tvo menn fyrir borð í kosningunum í gær þá er það meira en 100% ljóst í mínum huga að flokkurinn á erindi í ríkisstjórn og í gær voru skilaboð kjósenda, Íslendinga, þau að það á að skipta um ríkisstjórn. Það er líka kristaltært að ríkisstjórn með eins manns meirihluta er ákaflega tæp og það verður erfitt að gera slíka stjórn starfhæfa eftir öll þau ummæli sem fallið hafa í kosningabaráttunni á milli flokkanna tveggja sem hana mynda.

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, orðaði þetta vel í Silfri Egils í dag þegar hún sagði eitthvað á þá leið að Framsóknarflokkurinn hafi búið við pólitískt heimilisofbeldi í 12 ár af hendi Sjálfstæðisflokksins og það væri þeim flokki fyrir bestu að draga sig út úr ríkisstjórninni og byggja sig upp fyrir næstu kosningar utan ríkisstjórnar.

Með þetta í huga þá á Samfylkingin, og reyndar Sjálfstæðisflokkur líka, aðeins einn möguleika í stöðunni og það er að mynda sterka tveggja flokka stjórn þar sem Samfylkingin mun leiða þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að standa fyrir í velferðarmálunum.

Ég hvet því nöfnu mína og forsætisráðherrann til að setjast niður í kvöld, eða strax eftir helgi, og ræða þá möguleika sem eru í stöðunni og skora á þau bæði (og þá sérstaklega Geir H. Haarde) að hafa hagsmuni íslenskrar þjóðar að leiðarljósi en ekki framapot einstakra þingmanna eða bestu vina aðal. Það er létt að láta af öllu slíku þegar Framsóknarflokkurinn er horfinn úr ríkisstjórninni.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sammála síðasta ræðumanni
Þetta yrði feikiöflug stjórn sem ætti að hafa burði til að gera góða hluti
Össur er til hvað með ISG ég trúi varla að hún ætli að klúðara þessu tækifæri.

Grímur Kjartansson, 13.5.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband