Leita í fréttum mbl.is

Hversu siðblindir geta menn orðið?

Hæstiréttur dæmdi Jónas Garðarsson í þriggja ára fangelsi í dag fyrir að hafa verið valdur að dauða tveggja einstaklinga og lagt líf tveggja annarra í stórkostlega hættu.

Allt frá því að Harpan sökk,  haustið 2005, hef ég fundið til með aðstandendum þeirra sem létust og um leið haft mikla skömm á þeim afsökunum og ávirðingum sem Jónas Garðarsson hefur borið á látið fólk. Þegar hann var dæmdur sekur í héraðsdómi þá las ég dóminn allan yfir, lýsingar þær á aðstæðum farþeganna um borð í bátnum og sérstaklega samtal eiginkonu Jónasar við neyðarlínuna eru svo átakanlegar að mann beinlínis verkjar.

Dómur héraðsdóms og það sem þar kemur fram sýnir svo ekki verður um villst að Jónas Garðarsson er algjörlega siðblindur einstaklingur, já ég fullyrði það, hann er algjörlega siðblindur og þegar maður lítur til þess hvers hann krefst af hæstarétti þá fyrst gerir maður sér grein fyrir að siðblinda hans er komin út fyrir öll mörk. Í áfrýjuninni segir: Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur. Til vara krefst hann sýknu en að því frágengnu að refsing verði milduð og bundin skilorði. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af þeim en að því frágengnu að þær verði lækkaðar. Þá krefst hann þess aðallega að kröfu um greiðslu sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi samkvæmt yfirliti að fjárhæð 3.187.248 krónur verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfunni en ella að hún verði lækkuð. Þá krefst hann þess að annar sakarkostnaður fyrir héraðsdómi og sakarkostnaður fyrir Hæstarétti verði felldur á ríkissjóð.“

Ætlast maðurinn virkilega til að einhver trúi því að hann sé saklaus? Maður sem siglir fullur, í sudda og myrkri, steytir á skeri, drepur við það mann, bakkar af skerinu og reyndir að sigla út í Viðey (væntanlega til að reyna að losna undan ábyrgð af mannslátinu) og drekkir þar með annarri manneskju. Neitar að hringja á aðstoð eða ræða við neyðarlínuna og leggur líf eiginkonu sinnar og sonar í stórkostlega hættu. Á einhver von á því að þessi maður verði sýknaður? Hvernig getur honum og lögmanni hans dottið í hug að leita eftir sýknu í þessu máli og til að fullkomna ósvífnina og siðblinduna krefst hann þess að ríkissjóður, ég og þú, greiði sakarkostnaðinn!

Mér finnst Jónas Garðarsson sleppa vel, alltof vel, frá þessu máli. En ég er ekki búin að gleyma því að Sjómannafélag Reykjavíkur stóð við bakið á honum og er það þeim sem þar ráða til ævarandi skammar. Sjómannafélag Íslands sýndi þó þann sóma að krefjast afsagnar hans í kjölfar slyssins og fyrir það fá þeir prik í svörtu minnisbókinni minni.

Dómur Hæstaréttar (og héraðsdóms).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 129490

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband