4.5.2007
Þið talið of mikið um gamla fólkið
Þið talið alltof mikið um gamla fólkið, sögðu tvær eldri dömur við mig í kaffiboðinu hjá Samfylkingunni á verkalýðsdaginn, 1. maí. Þarna hitti ég tvær vinkonur mínar, sem eru ögn eldri en ég, en ég starfaði með þeim í Sunnuhlíð þegar ég var um það bil að skríða út úr menntaskóla. Mér var nokkuð brugðið við þessa athugasemd þeirra, ég taldi víst að þær vildu ræða sem mest um málefni eldri borgara, hjúkrunarheimili og vistheimili. En nei, alls ekki, stjórnmálamennirnir tala of mikið um gamla fólkið!
Ég sperrti að sjálfsögðu eyrun. Hvað voru þær að meina. Ég sem ætlaði að skora hjá þeim með athugasemd sem ég heyrði í útvarpinu eitt kvöld um síðustu helgi en þar sagði einn viðmælanda að foreldrar myndu ekki sætta sig við það að barnið þeirra kæmist ekki í 7 ára bekk fyrr en það er 9 ára vegna þess að það er ekki pláss í skólanum! Þetta þótti mér bráðsnjallt um síðustu helgi, en vinkonur mínar tvær töluðu af visku og skynsemi og eftir að hafa melt málið með mér í þrjá daga er ég komin á þeirra skoðun. Stjórnmálamenn tala of mikið um gamla fólkið!
Þær voru svo sem ekki á því að það ætti alls ekki að ræða um úrræði fyrir fólk sem komið er á efri ár, jú þær vildu það endilega en bara á öðrum forsendum. Það á ekki endalaust að ræða um þessi hjúkrunarheimili og elliheimili, það þarf að finna úrræði til að eldra fólk geti verið lengur heima hjá sér, verið stolt og sjálfstætt á sínu eigin heimili og lifað með sama sóma og það hefur gert til þessa dags. Mæli þær manna heilastar! Auðvitað vilja eldri borgarar vera heima hjá sér eins lengi og mögulegt er, ég hafði svo sem ekki hugsað það en okkur systrum hefur ekki dottið í hug að sækja um fyrir foreldra okkar í Sunnuhlíð eða annarsstaðar. Þau vilja vera heima og við munum styðja þau af fremsta megni til að svo megi verða.
Ömmur mínar og annar afi minn dvöldu síðustu æviár sín á elliheimili, á slíkri stofnun dvaldi reyndar líka ömmusystir mín og nafna sem ég var ákaflega náin sem barn. Föðurforeldrar mínir dvöldu síðustu árin á Droplaugastöðum, sem þá var ný bygging og þótti með flottari bústöðum eldra fólks á sínum tíma. Þar nutu þau ágætrar þjónustu, þau voru í lítilli íbúð þar sem amma gat hellt uppá kaffi og bakað pönnukökur á eldavélahellu. Ég á ekki aðrar minningar en þær að þeim hafi liðið vel þarna og þau voru þakklát fyrir að fá að eyða síðustu árum ævi sinnar saman.
Móður amma mín dvaldi á Hrafnistu. Ég held að henni hafi leiðst þar og var oft hjá okkur á Álfhólsveginum. Ég minnist þess að hafa oftsinnis farið að sækja ömmu á Hrafnistu, þá nýkomin með bílpróf. Amma var held ég alltaf pínulítið hrædd í bíl með mér enda deildum við einu ótrúlegu ævintýri saman eitt sinn þegar ég var að aka henni aftur í Hrafnistu.
Inga frænka var undir það síðasta á Grund og satt best að segja þá vorkenndi ég henni að vera þar. Hún bar sig þó vel en mér var hins vegar ekki vel að fara þangað í heimsókn. Grund er sjálfsagt hinn prýðilegasta vistheimili en allt frá því á mínum unglingsárum hef ég haft einhvern illan bifur á þessum stað og þangað langar mig hreinlega ekki aftur. Húsið sem Grund er í við Hringbrautina er þó óvenju glæsileg bygging og ég læt mér duga að dást að því utan frá, inn langar mig ekki.
En aftur að vinkonum mínum í 1. maí kaffinu. Önnur þeirra sagði líka eitt sem við þurfum að ræða við hvern og einn einstakling. Hún sagði: Þegar ég fer á öldrunarstofnun þá vil ég ekki vera ein. Það er örugglega hræðilegt að vera ein í herbergi. Manni líður einfaldlega betur að hafa einhvern hjá sér, tíminn verður fljótari að líða að hafa einhvern til að tala við. Hvað heldur þú að fólk hugsi sem er eitt í herbergi? Ekkert, nema um tímann og það er sennilega það síðasta sem fólk á þessum aldri vill vera að hugsa um. Svo er það starfsfólkið, veistu hvað hver og einn starfsmaður er lengi inni í hverju herbergi? Nei, ekki nógu lengi, a.m.k. ekki ef maður er einn í herbergi, en það eru líkur á að starfsfólkið verði helmingi lengur í hverju herbergi ef þar eru tveir vistmenn.
Ég hafði aldrei hugsað þetta svona, aldrei, en þetta er örugglega rétt hjá vinkonum mínum. Stjórnmálamenn þurfa einfaldlega stundum að hlusta betur á það fólk sem það er að fjalla um, þeir þurfa að forðast alhæfingar, sumt hentar einum og annað öðrum.
En það er bara einn flokkur sem getur ráðist í það að vinna betur að málefnum eldri borgara og það er Samfylkingin. Hugsum okkur vel um og merkjum X við S í alþingiskosningunum þann 12. maí nk.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.