Eftir ótal komur á slysadeild með slasaða íþróttamenn, sem hafa verið sendir heim með slitin krossbönd og liðbönd, brákuð bein og fleiri smááverka sem áttu að lagast á nokkrum vikum þá verð ég að segja að þarna fóru þeir á slysadeildinni framúr sjálfum sér. Að senda einstakling heim af slysadeildinni með jafn alvarlegan áverka og þarna er um að ræða er náttúrulega ábyrgðarleysi af hæstu gráðu og maður spyr sig hvort það sé allt í lagi á deildinni svona yfirleitt.
Það er von mín að þeir á slysadeildinni lesi þetta því það er greinilegt að þar vantar uppfræðslu. Það dettur í fyrsta lagi engum í hug að koma á slysadeild nema viðkomandi telji að hann sé svo slasaður að það þoli enga bið. Fyrir því eru ástæður sem ég þarf ekki að nefna en bendi þó á aðeins á biðtímann hjá þeim sem oftar en ekki liggur í klukkustundum frekar en mínútum. Það hefur enginn heilbrigður maður áhuga á að bíða þarna frammi í fleiri klukkustundir nema hann telji sig nauðsynlega þurfa þess með.
En það er annað sem rétt er að benda á og það er að íslenskar knattspyrnukonur sem náð hafa þeim árangri að leika með íslenska landsliðinu eru sannkallaðir naglar. Þær láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna enda þurfa þær þess í harðri baráttu um boltann inni á vellinum og það eru engar væludúkkur í íslenska landsliðinu. Hólmfríður Magnúsdóttir, sem þarna varð fyrir barðinu á lélegri þjónustu slysadeildar, er einhver sú alharðasta í boltanum og það er meira en 100% öruggt að hún hefur sko ekki nennt að hanga á slysadeildinni ef hún hefur talið að áverki sinn lagaðist af sjálfu sér.
Það er hins vegar lán íslenskrar knattspyrnu að eiga hauk í horni eins og Sveinbjörn Brandsson bæklunarlækni og reyndar nokkra aðra lækna sem hafa gefið mikið af tíma sínum fyrir íslenska knattspyrnu. Þeir vita það frá fyrstu hendi að landsliðskonur Íslands í knattspyrnu eru engir aular eða vælukjóar og þegar þeir fá fréttir af þeim illa höldnum þá vita þeir það strax að þar er eitthvað að.
Ég vona að Fríða jafni sig hratt og vel af meiðslum sínum og óska henni alls hins besta í framtíðinni, innan vallar sem utan.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.