7.3.2007
Þú getur haft áhrif!!!!
Ég sá myndina An Inconvenient Truth á laugardag og varð mjög uppnumin. Myndin fjallar um loftmengun, orsakir hennar og afleiðingar. Sögumaður í myndinni er fyrrverandi næsti forseti Bandaríkjanna eins og Al Gore kynnir sjálfan sig í myndinni. Þó myndin hafi að mínu mati verið dálítið langdregin á köflum þá vakti hún mig sannarlega til umhugsunar um umhverfi mitt og það sem ég get gert til að draga úr magni gróðurhúsalofttegunda. Það er alveg 100% ljóst að hér gildir það sem Staðardagskrá 21 grundvallast á, Think Globally, Act Locally
Stefán Gíslason, sem er framkvæmdastjóri Staðardagskrárverkefnis sveitarfélaga, setur á heimasíðu Sd21 orð dagsins sem hann finnur í fjölmiðlum víða um heim og úr ýmsum fræðibókum. Þann 14. febrúar sl. skrifar Stefán:
Sumarhitinn í Madrid gæti verið kominn í 50°C í lok þessarar aldar ef svo heldur sem horfir með hlýnun jarðar. Í þokkabót gæti úrkoman á Suður-Spáni orðrið 40% minni um næstu aldamót en hún er í dag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu spænska umhverfisráðuneytisins sem birt var í gær. Spánn er í hópi þeirra landa sem líklegt er að verði hvað verst úti vegna loftslagsbreytinga. Þar eykst losun gróðurhúsalofttegunda einnig hvað mest um þessar mundir. (frétt PlanetArk/Reuter 14. febrúar 2007)
Hlýnun jarðar er af mannavöldum og hún kemur okkur við. Það þarf að bregðast við loftmengun og þar á hver og einn jarðarbúi að skila sínu. Þú getur haft áhrif. Þú getur gert Jörðina lífvænlega til frambúðar.
Á vefsíðunni http://www.climatecrisis.net/takeaction/whatyoucando/index.html eru ýmis ráð tíunduð sem maður getur auðveldlega tekið þátt í til þess að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ég hef tekið nokkur þeirra til skoðunar og ætla að reyna að fylgja þessu eins og best ég get.
- Notaðu sparnaðarljósaperur
- Kauptu heimilistæki sem hafa verið umhverfisvottuð
- Hengdu upp þvottinn þinn í stað þess að setja alltaf í þurrkarann
- Slökktu á rafmagnstækjum sem þú ert ekkki að nota og taktu þau helst úr sambandi
- Notaðu uppþvottavél aðeins þegar þú hefur hlaðið hana til fulls
- Einangraðu húsið þitt vel og dragðu þannig úr hitunarkostnaði og notkun
- Vertu viss um að endurvinna það sem hægt er að endurvinna
- Gróðursettu tré, fullt af trjám!
- Sparaðu orku heima fyrir
- Kauptu lífrækt ræktaðar vöru og ferskar matvörur frekar en frosnar
- Forðastu vörur sem hafa verið ofpakkaðar
- Gakktu og hjólaðu þegar því verður við komið, samnýttu bíla
- Hugsaðu vel um bílinn þinn og láttu stilla hann reglulega
- Athugaðu loftþrýsting í dekkjum, það getur dregið úr orkunotkun
- Kauptu umhverfisvæna bifreið næst þegar þú kaupir þér bíl
- Fljúgðu minna, reyndu að halda símafundi eða fjarfundi þegar því verður við komið
Og munum: Við fengum Jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar. Við höfum hana að láni frá börnunum okkar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:06 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 129697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Mig langar að vekja athygli þína á því að það er langt frá því óumdeilt meðal vísindamanna að meginhluti hlýnunar sé af mannavöldum.
Sjá t.d. fróðlega grein hér: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/128319/
Finnur Hrafn Jónsson, 8.3.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.