Leita í fréttum mbl.is

Gunnar samur við sig

Þær stórfréttir bárust á öldum ljósvakans í morgun að bæjarstjórinn í Kópavogi, Gunnar Birgisson, hafi sagt að vinnubrögð verktaka á vegum bæjarins væru ekki til fyrirmyndar. Er þetta það næsta afsökunarbeiðni sem ég hef heyrt frá bæjarstjóranum sem hefur frekar hamast eins og naut í flagi heldur en biðjast afsökunar verði hann eða einhver á hans vegum fyrir því að gera mistök.

Reyndar tel ég ekki að þarna hafi endilega verið um mistök að ræða. Þarna er mikið fremur um að ræða þann dæmigerða flumbrugang sem einkennir svo margar framkvæmdir á vegum Kópavogsbæjar eftir að Gunnar varð þar bæjarstjóri. Karlinn tekur ákvarðanir og þær skulu keyrðar í gegn hvað sem tautar og raular.

Hvað þarf til að Gunnar biðjist afsökunar. Í þessu tilfelli þykir mér það raið að hann bæði harmi aðgerðir verktakanna og biðjist afsökunar á þeim fyrir hönd bæjarins. Þarna var verið að ryðjast í gegnum gróin svæði, uppgreftri sturtað  yfir reit þar sem börn plöntuðu trjám á vegum Unicef og svo var náttúrulega ruðst í gegnum þjóðhátíðarlund sem gróðursett var í fyrir nokkrum árum.

Í þessu máli kemur berlega í ljós að þó menn fylgi sama stjórmálaflokknum þá þarf ekki endilega að setja alla undir sama hatt. Gunnar segir að framkvæmdir verktakans séu ekki til fyrirmyndar en flokkssystir hans í Reykjavík segist harma þessi vinnubröðg á þessu mikilvæga útivistarsvæði.

Þó hvorugt þeirra biðjist afsökunar þá finnst mér meiri einlægni í orðum Hönnu Birnu en bæjarstjórinn truntast áfram eins og honum einum er lagið.

Fréttin á www.ruv.is

Verktaki á vegum Kópavogs fór ekki eftir teikningum við framkvæmdir í Heiðmörk og mokaði yfir gróin svæði. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir vinnubrögðin ekki til fyrirmyndar og að úr þessu verði bætt. Reykjavíkurborg hafði ekki gefið út formlegt leyfi fyrir framkvæmdunum í Heiðmörk.

Fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöld að umsögn Orkuveitu Reykjavíkur leiddi í ljós að skurðir sem áttu að vera 10 metra breiðir reyndust helmingi breiðari og á röngum stöðum. Stór gróin svæði hefðu farið undir efnishauga en þar höfðu börn í vegum Unicef gróðursett plöntur síðasta vor. Þá grófu verktakarnir í sundur Þjóðhátíðarlundinn og höfðu lausan hund nálægt vatnsbrunnum Orkuveitunnar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, sagði að borgin harmaði slík vinnubrögð á þessu mikilvæga útivistarsvæði. Eftir helgi muni skipulagsráð fara yfir málið með Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Gunnar Birgisson segir að byrjað hafi verið á framkvæmdunum þar sem samkomulag við Reykjavíkurborg hafi verið undirritað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 129479

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband